Gripla - 20.12.2011, Side 9
9
Strjúgi og Björns Jónssonar á Skarðsá, sem fjalla um kappa fornsagnanna,
og útdráttur úr riti Ole Worms, Runir sive Danica litteratura antiquissima,
útgáfunni frá 1651 (Grape 1949 II, 75–85). Handritið hefur safnmarkið
Ihre 77 og er 78 blöð, eða 156 númeraðar blaðsíður.4 Blöð hafa glatast
aftan af handritinu en óvíst hve mörg. Textinn endar á athugasemdum
á latínu við dróttkvæðin í Ólafs sögu helga og er greinilegt að þær hætta
í miðju kafi. Skrifari handritsins er áðurnefndur Jón Rúgmann, forn-
fræðingur í Uppsölum, og mun hann hafa skrifað handritið í Uppsölum
og Kaupmanna höfn árin 1664 og 1665, eins og fjallað verður um hér að
aftan.5
Á blaðsíðum 97–104 eru þrjú kvæði sem skera sig úr megin efni
handritsins. Þau eru á sérstakri örk, sem samanstendur af 4 blöðum eða
2 tvinnum, en virðist vera úr sama pappír og það sem fer á undan og eftir.
Fremst er erfikvæði um Gísla Hákonarson (d. 1631), lögmann í Bræðra-
tungu, þá kemur kvæði um son hans Vigfús Gíslason (d. 1647), sýslumann
á Stórólfs hvoli, en þriðja kvæðið er samstæður Hallgríms Péturssonar, sem
kallaðar hafa verið Gaman og alvara. Reyndar er á blaðsíðu 84 í handritinu
fjögurra vísna kvæði undir dróttkvæðum hætti sem kann að vera frá 17. öld.
Það er án fyrirsagnar og engum eignað. Upphaf er „Sviðris sýnist prýðast
/ sóttum fyrst á óttu“.
Erfikvæðið um Gísla Hákonarson er einnig varðveitt í tveimur hand-
ritum í handritasafni Landsbóka safns Íslands–Háskólabókasafns6 (Lbs
2388 4to og Lbs 1158 8vo) en í þeim er það engum eignað.7 Í Ihreska
4 Blaðsíður handritsins eru númeraðar með blýanti með nútímalegri hendi. Band er nýlegt.
Öftustu arkirnar hafa orðið fyrir vatnsskemmdum en þær skerða þó ekki textann. Nánari
lýsing á hand ritinu, einkum innihaldi þess, er í Grape 1949 II, 75–85.
5 Þessa handrits er ekki getið í handritaskrá Vilhelms Gödel yfir handrit í Uppsalaháskóla
(Gödel 1892). Gödel fjallar heldur ekki um það í riti sínu Fornnorsk-isländsk litteratur
i Sverige (1897). Hann hefur þó rekið augun í það í uppboðsskrá yfir bókasafn Olofs
Rudbecks frá árinu 1741 en telur að átt sé við allt annað handrit (1897, 282). Hann hefur
verið horfinn frá þeirri hugmynd þegar hann gaf út handritaskrána yfir íslensk og norsk
handrit í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi 1897–1900. Gödel hefur ekki haft vitn-
eskju um hvar þetta handrit lenti (sbr. Grape 1949 II, 85).
6 Safnið hét áður Handritadeild Landsbókasafns. Hér að aftan verður það stytt í handritasafn
Landsbókasafns.
7 Upphaf erfiljóðsins er „Minning réttlátra eilíf er / oss hvað ritningin ljóst fram ber“. Tvö
önnur erfiljóð hafa varðveist um Gísla, annað eftir Hannes Helgason Skálholtsráðsmann
með upphafinu „Vor Guð og faðir gæsku gjarn / gef þú eg sé þitt ástarbarn“ (Lbs 1485 8vo,
skrifað af dóttursyni skáldsins, séra Jóni Halldórssyni í Hítar dal) en hitt eftir Brynjólf
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK