Gripla - 20.12.2011, Qupperneq 10
GRIPLA10
handritinu er það eignað séra Magnúsi Sigfússyni (1588–1663) á Höskulds-
stöðum á Skaga strönd. Þótt þessar upplýsingar hafi kætt mig nokkuð, þar
sem ég fæst við að rannsaka erfi kvæði frá 17. öld, kom kvæðið sem á eftir
þessu fer í handritinu verulegu róti á hugann. Í handritaskrá Ihreskasafns-
ins er það sagt vera erfiljóð um Vigfús Gíslason ort af Hallgrími Péturssyni,
„Islands störste andlige diktare i nyare tid“, eins og Anders Grape orðar það
í skránni (Grape 1949 II, 83). Nú er það allalgengt að þekktum skáldum
sé eignað meira en þeir eiga, einkum af síðari tíma mönnum, og voru
mín fyrstu viðbrögð að svo hlyti að gilda um þetta kvæði – óhugsandi
væri að enginn hafi vitað um það, eða bent á það, allt frá fyrstu útgáfu
Hallgrímskvers árið 1755 og til dagsins í dag. Þótt allmörg kvæði eftir 17.
aldar skáld séu lítt eða allsendis óþekkt þorra manna nú á dögum, enda
varðveitt í handskrifuðum bókum sem torvelt getur reynst að lesa fyrir
þá sem ekki hafa fengið til þess þjálfun, hefur höfundarverk Hallgríms
Péturssonar (1614–1674) verið þaul kannað og marg sinnis gefið út á prenti
í rúmlega tvær og hálfa öld. Það fer þó ekki á milli mála að kvæðið er
eignað Hallgrími Péturssyni í handritinu, nafn hans er sett undir kvæðið af
skrifara hand ritsins: „Sra Hallgrímur Pétursson“ (bls. 101). Þriðja kvæðið,
samstæður Hallgríms, var allvinsælt kvæði, varðveitt í fjölda handrita og
hefur oft verið prentað. Það er venjulega í tveimur þáttum og hefst hinn
fyrri á ljóðlínunni „Oft er ís lestur“ en hinn síðari hefur upphafið „Stöngin
fylgir strokki“ og er það síðari þátturinn sem er uppskrifaður í Ihre 77, 18
erindi. Undir kvæðinu stendur: „Sra Hallgrímur Pétursson hefir gjört“ (bls.
104). Nafn skáldsins sem orti erfi kvæðið um Gísla Hákonar son, Magnúsar
Sigfússonar, er einnig sett undir það kvæði: „Sra Magnús Sigfússon prestur
að Höskuldsstöðum“ (bls. 100). Kvæðin þrjú eru þannig öll kirfilega merkt
höfundum sínum, en það var ekki talið skipta höfuðmáli á 17. öld að höf-
undgreina kvæði, eins og sjá má í varðveittum kvæðahandritum þess tíma.
Gera má sér í hugarlund að þetta geti þýtt að kvæðin séu skrifuð upp eftir
eiginhandarritum skáldanna, sem hafa kvittað undir kvæðin áður en þeir
sendu þau viðtakendum sínum, eða þá að uppsetningin sé komin frá upp-
runalegu eintaki með einhverjum milliliðum. Venjulega er greint frá því
hver orti kvæði í fyrirsögnum í íslenskum kvæða- og sálmasöfnum þótt
það beri við að nafn skálds sé sett undir kvæði. Hugsanlega hafa skáld haft
biskup Sveinsson á latínu (JS 400 4to). Hannes Helgason orti einnig erfiljóð um Vigfús
Gíslason, sbr. hér aftar.