Gripla - 20.12.2011, Page 11
11
þennan háttinn á þegar þau sendu viðtakend um kvæði. Þetta þarfnast þó
frekari rannsókna áður en því verður slegið föstu en benda má á að skálda
og höfunda annars efnis í Ihre 77 er getið í fyrirsögnum.
Er kvæðið eftir Hallgrím Pétursson?
Höfundarverk Hallgríms Péturssonar er að mestu leyti varðveitt í upp-
skriftum annarra manna. Af kveðskap hans eru aðeins til í eiginhandarriti
Passíusálmarnir, ásamt sálmunum Allt eins og blómstrið eina og Allt heimsins
glysið, fordild fríð. Handritið skrifaði Hallgrímur árið 1659 eins og fram
kemur á titilsíðu. Það er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns undir
safnmark inu JS 337 4to, en var gefið út ljósprentað með bæði stafréttum
texta og nútímastafsetningu árið 1996 (sjá Hallgrímur Pétursson 1996).
Allt annað sem hefur verið prentað undir hans nafni er honum eignað af
síðari tíma mönnum. Sumt af verkum Hallgríms er í handritum frá síðustu
tveimur áratugum 17. aldar (sjá handritalýsingar í Hallgrímur Pétursson
2000, 2002, 2005 og 2010) en ekki er vitað um mörg handrit sem skrifuð
voru að skáldinu lifandi. Í ÍBR 133 8vo, sem skrifað var 1669 af óþekktum
skrifara, eru Passíusálmarnir og Allt eins og blómstrið eina. Það lítur því
út fyrir að Ihre 77 sé elsta handritið sem geymir kvæði eftir Hallgrím
Pétursson fyrir utan áðurnefnt eiginhandarrit. Miðað við hvernig höfund-
areign Hallgríms hefur verið skilgreind í aldanna rás (þ. e. honum eignuð
kvæði í handritum) þá eru fá kvæði jafnörugglega eftir hann og þessi tvö
sem Jón Rúgmann skrifaði upp. Þau eru skrifuð upp af samtímamanni
skáldsins um níu árum áður en hann lést. Það styður þessa ályktun að
erfiljóðið stendur ekki eitt og sér heldur næst á undan öðru kvæði sem
varðveitt er víða og oftast eignað Hallgrími og næst á eftir kvæði sem
eignað er öðrum samtíma manni skrifarans. Ekki er að sjá að skrifarinn
hafi haft neina ástæðu til að eigna þeim Hallgrími og Magnúsi kvæði ann-
arra. Magnús var að vísu álitinn allgott skáld á sínum dögum (Páll Eggert
Ólason 1926, 706)8 en Hallgrímur var á þessum tíma ekki orðinn hið
þekkta og virta skáld sem hann síðar varð. Þegar Jón Rúgmann skrifaði
upp kvæðin hafði til dæmis ekkert verið prentað eftir Hallgrím svo kunn-
8 Sálmur er prentaður eftir hann í sálmabókum frá 1619 til 1751 (sbr. Páll Eggert Ólason
1926, 706) og kvæðið Harmagrátur, sem fjallar um Tyrkjaránið 1627, er eignað honum í
handritum (sjá Tyrkjaránið á Íslandi 1627, 501–505).
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK