Gripla - 20.12.2011, Side 13
13
ust við fjórðu útgáfu sem var prentuð árið 1770.10 Þetta eru þau erfiljóð
sem Hallgrími hafa verið eignuð fram að þessu. Ekki er óhugsandi að hann
hafi ort fleiri erfiljóð, sem þá eru að öllum líkindum annaðhvort glötuð eða
engum eignuð í handrit um. Kvæðið í Ihre 77 bætist nú í þennan flokk, ort
eftir Vigfús Gíslason (d. 1647), sýslumann á Stórólfshvoli í Rangárþingi, og
er þá elsta erfiljóðið úr smiðju Hallgríms sem varðveist hefur ef undan eru
skilin ljóðin um Steinunni (sjá um aldursgreiningu þeirra hér að neðan).
Kvæðið um Vigfús Gíslason er aðeins sex erindi og ber ekki sterkt
svipmót af hefð bundnum erfiljóðum frá þessum tíma, en það gera hin
erfiljóð Hallgríms, önnur en ljóðin um Steinunni. Í sautjándu aldar erfi-
ljóðum er venjulega fjallað um líf hins látna, starf hans, hjóna band og þær
guðrækilegu jafnt sem félagslegu dyggðir sem manninn höfðu prýtt; oft er
lýst í smáatriðum hvernig hann andaðist og greint frá því hvar hann lenti
eftir dauðann – jafnan í himnaríki – jafnframt því sem ástvinum hans er
sagt að láta huggast og þeir hvattir til að taka hinn látna sér til fyrirmynd ar.
Mjög gjarnan er hafður inngangskafli þar sem fallvalt leika lífsins er lýst, og
forgengilegum lífsins gæðum, og mönnum ráðlagt að vera ávallt viðbúnir
dauðanum, því að hann geti komið þegar minnst varir (sbr. Þórunn Sigurð-
ar dóttir 2000). Kvæðið sem hér er um vélt gæti vel staðið sem slíkur inn-
gangur en lokavísuorðið, þar sem hinn látni er nefndur á nafn, væri þá
tenging við kafla um ævi Vigfúsar, líf hans og starf. Inngangskafla erfiljóða
lýkur einmitt oft með því að hinn látni er nefndur til sögunnar og sagt frá
því að hann hafi nú hlotið þau örlög sem rætt var um í inngangi. Þannig
eru erfiljóðin um Árna Oddsson, Árna Gíslason og Jón Sigurðsson. Tvö
hin fyrstnefndu nefna hinn látna í 5. erindi en hið síðast nefnda í 7. erindi,
á undan öllum þremur kvæðunum fer hefðbundinn inngangur en á eftir
fer umfjöllun um líf og lát hins látna. Kvæðið um Björn Gíslason er dálítið
frábrugðið, það sleppir þessum inngangi, nefnir hinn látna strax í upphafi
og fer þá að tala um líf hans og dyggðir.
Kvæði Vigfúsar er engu að síður heilsteypt eins og það er og ekkert
sem bendir til þess að nokkuð vanti aftan af. Að þessu leyti mætti túlka
kvæðið sem hverfulleikakvæði (vanitas) eða dauðaáminningu (memento
mori) en það hefur fleiri skírskot anir, bæði til nafngreinds einstaklings og
til huggunar vegna dauða (consolatio mortis); retórískt markmið kvæðisins
10 Um þessi erfiljóð hafa fjallað: Magnús Jónsson 1947 I, 191–203; Þórunn Sigurðardóttir
1997, 87–97; Margrét Eggertsdóttir 2005, 259–268.
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK