Gripla - 20.12.2011, Side 15
15
segist ljóðmæl andi prísa þann sælan sem hefur lifað og dáið samkvæmt
þessari lífsreglu og má ætla að þeir sem á hlýddu, þegar kvæðið var fyrst
flutt, hafi strax gert sér ljóst að verið væri að vísa til Vigfúsar, að þetta ætti
við um líf hans og dauða.
Uppbygging kvæðisins er mjög retórísk, eins og vant var um kvæði
lærðra skálda á árnýöld. Þannig má líta á fyrsta erindið sem inngang
(exordium) er gefur til kynna hvert umfjöllunar efni kvæðisins er: Sá er
sæll sem hefur öðlast dvalarstað á himnum. Jafnframt er boðaður tilgangur
kvæðisins (narratio), sem er huggun. Ljóðlínurnar „ef rétt um þetta þenkir
þú / þig mun það gleðja mjeg“ (1. er.) geta bæði merkt hvatningu til viðtak-
enda að temja sér „réttan“ lifnað og hugs unarhátt en einnig gleði yfir því
að Vigfús hafi bæði lifað og dáið með „hreinni iðran, ást og trú“ og sé þess
vegna í eilífum fögnuði hinna útvöldu.
Meginkafli kvæðisins, þar sem færð eru rök fyrir efninu (argumentatio),
eru næstu fjögur erindin, þar sem fjallað er um hverfulleika lífsins og
hversu mikilvægt er að búa sig undir dauðann. Fyrstu ljóðlínur fremstu og
öftustu vísunnar í kaflanum greina annars vegar frá inngöngu mannsins
í lífið og hins vegar útgöngu: „Innleiddir allir vorum vér / veröldu þessa
í“ (2. er.) og „Úr holdsins aumri hryggðarvist / héðan burt leiðast þá“ (5.
er.); mynda þær eins konar ramma um umfjöllunarefnið. Minnir þessi
hugmynd óneitanlega á 6. erindi andlátssálms Hallgríms, Um dauðans
óvissan tíma (Allt eins og blómstrið eina), þar sem segir: „Einn vegur öllum
greiðir / inngang í heimsins rann, / marg breyttar líst mér leiðir / liggi þó
út þaðan“. Enn fremur er talað um lífsferil mannsins sem „veraldarveg“ í
4. erindi sama sálms. Ljóðlínan „Hann þó nú héðan leiddist“ í 6. vísu erfi-
ljóðs Hallgríms um Árna Gíslason lögréttumann minnir einnig á þetta sem
og hin óvissa „dauðans leið“ í 2. erindi Um dauðans óvissan tíma. Barnið
Steinunn er aftur á móti „flutt“ í „flokkinn fróma“ (4. er.).12 Í 3. erindi
Vigfúsarkvæðis er lífi mannsins líkt við gras, lilju og fagra rós sem fölnar
og forgengur fljótt. Þessa mynd líkingu er víða að finna í bókmenntum
aldarinnar en óneitanlega reikar hugurinn aftur til andláts sálmsins Um
dauðans óvissan tíma (sjá einkum 1. og 3. er.) við lestur þessara vísuorða.
Einnig má benda á vísuorðið „þar við er enginn frí“ (2. er. Vigfúsarkvæðis),
þ. e. enginn kemst undan dauðanum, og vísuorð andlátssálmsins „kaupir
12 Tilvitnanir í önnur erfiljóð Hallgríms en Vigfúsarkvæði eru teknar úr Hallgrímur Pétursson
2002, en skrifaðar upp með nútímastafsetningu hér.
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK