Gripla - 20.12.2011, Síða 18
GRIPLA18
tveggja í senn hápunktur kvæðisins og enda punktur um leið og þau leggja
áherslu á hvern heiðra átti með kvæðinu. Eignarfornafnið á milli eiginnafns
og föðurnafns hins látna bendir einnig til þess að skáldið hafi þekkt hinn
látna að góðu; ákveðinn innileiki, hlýja og nánd felst í því að segja: „Vigfús
minn Gíslason“ (skáletrun mín). Nú kemur hvergi, svo vitað sé, fram í
heimildum þar sem fjallað er um Hallgrím að skáldið hafi þekkt Vigfús
Gíslason. Þó eru vísbendingar um að svo hafi getað verið, ef vel er að gáð.
Tengsl milli skáldsins og hins látna
Vigfús Gíslason var af einni valdamestu og auðugustu fjölskyldu lands-
ins.15 Faðir hans var Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu, og móðir
Margrét dóttir séra Jóns Krákssonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, hálf-
bróður Guðbrands biskups Þorlákssonar. Að loknu námi í latínuskól-
anum í Skálholti hélt Vigfús utan. Hann stúderaði í háskólanum í Kaup-
mannahöfn. Hann mun einnig hafa ferðast til Hollands eins og margir
synir efnafólks á Íslandi gerðu á fyrri hluta 17. aldar, til að kynnast siðum og
háttum heldri manna (sbr. Þórunn Sigurðardóttir 2010; sbr. einnig Margrét
Eggertsdóttir 2004 og Sigurður Pétursson 2006). Vigfús hefur líklega
einnig stundað nám í Hollandi. Í Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar
segir t. d. að hann hafi verið við háskólann í Batavía í Hollandi (sbr. Jón
Þorkelsson 1886, 379). Þetta kemur einnig fram í lofsamlegu erfiljóði sem
Hannes Helgason Skálholtsráðsmaður orti eftir Vigfús: „Hollands í háum
skóla / hann fékk ogsvo tilreynt“ (sjá t. d. í ÍB 380 8vo, 237; vísa 17).16
Hann er skráður í stúdentatölu Kaupmanna hafnarháskóla 6. apríl 162617
en sneri heim aftur 1628, með sama skipi og Þorlákur Skúlason, nývígður
biskup á Hólum. Þorlákur dvaldi í Höfn veturinn 1627–1628 og hefur tek-
15 Um æviatriði Vigfúsar var helst stuðst við Jón Halldórsson 1916–1918, 119–124 og 99–106.
Einnig er dálítið um hann í Jón Þorkelsson 1886 og Þórður Jónsson 2008.
16 Kvæðið er 47 erindi alls. Handritið var að öllum líkindum skrifað af Gísla Jónssyni (um
1676–1715), síðast bónda í Mávahlíð á Snæfellsnesi, syni Jóns Vigfússonar biskups og son-
arsyni Vigfúsar Gíslasonar.
17 Jón Þorkelsson segir það hafa verið 6. apríl 1625 (1886, 379) en Hannes Þorsteinsson segir
í neðanmálsgrein í útgáfu sinni á Skólameistarasögum Jóns Halldórssonar (1916–1918, 120)
að hann hafi verið skráður í stúdenta tölu 1626. Bjarni Jónsson frá Unnarholti hefur eftir
Vniversitatis Hafniensis Matricvla að „Wigfuserus Gislai, Schalholt“ hafi verið innritaður 6.
apríl 1626 (Bjarni Jónsson 1949, 17).