Gripla - 20.12.2011, Qupperneq 20
GRIPLA20
34), en skyld leikatengsl voru á milli Hall gríms og Brynjólfs. Föðursystir
hins fyrrnefnda, Þorbjörg Guðmundardóttir, var gift hálfbróður hins síðar-
nefnda, séra Jóni Sveinssyni í Holti í Önundar firði (Magnús Jónsson
1947 I, 20, 34). Brynjólfur er á þessum árum konrektor við latínu skólann
í Hróarskeldu (1632–1638) en hann var skjólstæð ingur fjölskyldunnar úr
Bræðra tungu og góðvinur Vigfúsar Gíslasonar, eins og Sigurður Péturs son
hefur bent á (sjá Sigurður Pétursson 1998 og 2006; sbr. Jón Halldórsson
1903–1910 I, 225–226). Brynjólfur kallar Vigfús til dæmis „bróður og
óskiptan vin“ í formála að löngu erfikvæði á latínu um föður Vigfúsar,
Gísla Hákonarson (Sigurður Pétursson 1998, 181). Vigfús Gíslason dvaldi
í Höfn veturinn 1633–1634 og gæti Hallgrímur hafa kynnst honum þá eða
endurnýjað kynnin frá Hólum ef þeir voru samtíða þar. Þá getur meira en
verið að Hallgrímur hafi verið í kunnings skap við Vigfús fyrir tilstuðlan
Brynjólfs Sveinssonar þennan vetur í Höfn og vel getur hugsast að höfð-
ingssonurinn hafi þá gaukað einhverju að hinum efnilega skólasveini og
skjól stæðingi vinar síns, Brynjólfs. Heimildir eru að minnsta kosti fyrir
því að Vigfús hafi ekki haldið fast um pyngjuna þegar þurfandi áttu í hlut.
Í reisubók séra Ólafs Egilssonar (aðeins í A-gerð en ekki B-gerð ferðasög-
unnar)21 segir frá því að Vigfús Gíslason hafi gefið honum „ríxdal“ þegar
hann kom til Kaupmannahafnar úr Barbaríinu (Ólafur Egilsson 1906–
1909, 130). Frá þessu er einnig sagt í Tyrkjaráns sögu Björns Jónssonar
á Skarðsá sem samin var 1643, eftir frásögn nokkurra þeirra sem leystir
voru úr ánauðinni: „Og á sama degi, sem hann kom þar, gáfu honum
bátsmenn, hans kunningjar, smápeninga til tveggja dala, og sá höfðings-
sveinn íslenzkur, Vigfús Gíslason, gaf honum hálfan dal“ (Björn Jónsson
1906–1909, 276). Hér mætti einnig telja með það sem Hannes Helgason
segir í áðurnefndu erfiljóði um Vigfús: „aumkaðist tíðum yfir / ekkjur og
börnin smá“ (ÍB 380 8vo, 241, 31. er.). Þetta er reyndar klisja sem finnst
í all mörgum erfiljóðum frá 17. öld, þótt hún geti vel verið sönn í þessu
tilviki sem fleirum. Hitt er trúverðugra, sem sagt er annars staðar í þessu
sama kvæði, að hann hafi reynst skáldinu, Hannesi Helgasyni, vel: „misst
hef ég mat frá borði, / má ég fullsanna það“, segir Hannes í tíunda erindi
kvæðisins.22 Reyndar er til þjóðsagnakenndur fróð leikur um hið öndverða,
21 Gerðirnar eru báðar prentaðar í Tyrkjaráninu á Íslandi 1627.
22 Hannes Helgason lögréttumaður (d. 1653) hafði verið sveinn Gísla, föður Vigfúsar, og
umboðsmaður Vigfúsar í Árnessýslu meðan sá síðarnefndi var erlendis, ásamt því að gegna