Gripla - 20.12.2011, Side 21
21
þ. e. ágirni og ásælni Vigfúsar, og þó einkum konu hans, Katrínar Erlends-
dóttur, og slæma framkomu gagnvart ekkjum sérstaklega (sbr. Þórður
Tómasson 1976, 32–33). Þessar heimildir þurfa þó ekki að vinna hvor gegn
annarri. Sami maður getur sýnt þeim sem honum þykja þess verðugir göf-
uglyndi en öðrum harðneskju ef svo ber undir.
Vigfús reyndist Brynjólfi Sveinssyni vel. Til er saga frá því er Brynjólfur
reið í Skálholt árið 1631, þá ungur og embættislaus, og enginn aufúsugestur
á staðnum af sögunni að dæma, því að Vigfús gerði fyrir hann boð um að
koma til Bræðratungu og dvelja hjá sér frekar en að „ráfa um stéttirnar í
Skálholti“. Þetta haust fór Brynjólfur aftur utan með tilstyrk Vigfúsar og
mágs hans, Þorláks Skúlasonar Hólabiskups (Jón Halldórsson 1903–1910
I, 225).23 Vinátta milli Brynjólfs og fjölskyldu Vigfúsar hélst meðan sá
fyrrnefndi lifði (sbr. Sigurður Pétursson 1998) og því er hugsanlegt að
Hallgrímur hafi átt í einhverjum samskiptum við Vigfús Gíslason fyrir
atbeina Brynjólfs biskups síðar á ævinni, eftir að Brynjólfur er orðinn
bisk up, Hallgrímur prestur í Hvalsnesi24 fyrir tilstilli Brynjólfs og Vigfús
sýslumaður, búandi á Stórólfshvoli á Rangárvöllum. Þá gætu þeir Vigfús
og Hallgrímur hafa hist á þingi, en vitað er að Hallgrímur sótti jafnan
prestastefnur eftir að hann tók vígslu 1645 (Margrét Eggertsdóttir 2006,
93). Þá hafa það þótt tíðindi þegar stórættaður og auðugur valds maður
fellur frá í blóma lífsins og ágætt tilefni fyrir ungan skáldmæltan prest
að koma sér á framfæri við höfðingjana. Að lokum má vera að Brynjólfur
biskup hafi fengið skjól stæðing sinn til þess að yrkja erfiljóð til heiðurs vini
sínum, Vigfúsi Gíslasyni.
Nú getur einhverjum þótt vafasamt að Hallgrímur hafi ort fallegt kvæði
um svarinn óvin velgjörða manns síns, Árna Oddssonar, lögmanns á Leirá
í Borgarfirði. En sundurþykkja mikil og ágreiningur hafði lengi ríkt milli
starfi Skálholtsráðsmanns um tíma. Jón Halldórsson segir í Skólameistarasögum sínum, þar
sem hann fjallar um Vigfús, að Hannes hafi í fráveru Vigfús ar haft „ráðsmennsku og umboð
yfir lénum, eignum og búi Vigfúsar“ (Jón Halldórsson 1916–1918, 120–121). Hannes var
móður faðir Jóns Halldórssonar í Hítardal.
23 Sigurður Pétursson fjallar um ástæður þess í áðurnefndri grein og telur að latneska erfi-
ljóðið sem Brynjólfur orti um Gísla Hákonarson, föður Vigfúsar og tengdaföður Þorláks,
hafi átt sinn þátt í því að þeir mágar styðja Brynjólf (Sigurður Pétursson 1998). Brynjólfur
Sveinsson segir sjálfur frá þessum stuðningi þeirra mága í viðbótarklausu við árið 1631 í
Skarðsárannál (Annálar 1400–1800 I, 235nm).
24 Hallgrímur tók ekki við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fyrr en 1651 (Jón Samsonarson 1971,
78).
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK