Gripla - 20.12.2011, Side 22
GRIPLA22
Árna og Vigfúsar Gíslasonar, m. a. um biskups kjör og jarðamál, og gekk
tíðum á með málaferlum (sjá t. d. Helgi Þorláksson 2004, 121–124). Jón
Halldórsson segir frá því í Skólameistarasögum sínum að eitt sinn hafi
Vigfús ekki treyst sér til að sækja þing sem lögmaður hélt og sendi í sinn
stað ofannefndan Hannes Helgason. Árni ætlaði að láta handtaka Hannes
sem bjóst til að verja sig með tigilkníf sem venja var að nafnbótarmenn
bæru á sér. Frásögnin er mjög dramatísk en ekkert virðist þó hafa orðið
úr handtökunni (bls. 103–104). Á þingi í ágúst 1636 sættust þeir Árni
lögmaður og Vigfús sýslumaður fyrir meðalgöngu helstu manna og segir
Jón Halldórsson að þar hafi lagt sig mest fram Árni Gíslason á Ytra-Hólmi,
en Árni var, eins og kunnugt er, einn helsti velgjörðamaður Hallgríms og
kær vinur eins og berlega sést af erfiljóði því sem skáldið orti um hann.
Árni Gíslason var „beggja þeirra náungi“ eins og Jón Halldórsson orðar
það (bls. 105), Árna Oddssonar og Vigfúsar Gíslasonar. Ekki virðist hafa
kastast í kekki með þeim Árna og Vigfúsi eftir þetta þótt engan veginn
hafi verið hlýtt á milli þeirra. Í ættartölusafnriti séra Þórðar Jónssonar
í Hítardal segir þannig um Vigfús: „Sérdeilis var óvild milli hans og
Árna lögmanns Oddssonar og þótt þeir væri sáttir, þá vildi það þó aldrei
verða trútt“ (Þórður Jónsson 2008, 444; sbr. einnig Jón Halldórsson
1916–1918, 106). Það þarf því engan að undra þótt Hallgrímur hafi ort
eftir þá báða. Reyndar áttu afkomendur þeirra eftir að binda trúss sitt
saman, Jón (sá yngri með því nafni og síðar biskup á Hólum) Vigfússon
og Guðríður Þórðardóttir, dóttir Helgu Árnadóttur lögmanns Oddssonar,
gengu í hjónaband árið 1668, en Helga var ein af þeim fjórum hefðar-
konum sem vitað er að Hallgrímur sendi handrit að Passíusálmum sínum. Í
handritinu ÍB 380 8vo25 (skrifað af Gísla Jónssyni, syni Jóns Vigfússonar
biskups, eins og fram kemur hér að framan, nmgr. 16) standa hvort á eftir
öðru erfiljóð Vigfúsar Gíslasonar sem Hannes Helgason orti (bl. 116r–122v)
og erfiljóð um Árna Oddsson eftir Finn Sigurðsson, lögréttumann á
Ökrum (bl. 122v–126r). Má segja að með því hafi ætlunarverki hinna
„helstu manna“ verið náð, að sætta þá fornu fjendur. Að endingu má
benda á þau tengsl milli Árna Gíslasonar í Ytra-Hólmi og Vigfúsar að
eigin kona Hákonar Gíslasonar í Bræðratungu, bróður Vigfúsar, var syst-
urdóttir Árna, áðurnefnd Helga Magnúsdóttir. Enn fremur virðast vera
25 Það er eftirtektarvert að ÍB 380 8vo varðveitir mörg kvæða Hallgríms, a. m. k. 14 kvæði.
Þau gætu verið komin frá Helgu Árnadóttur Oddssonar, ömmu skrifarans.