Gripla - 20.12.2011, Page 23
23
tengsl á milli mágs Vigfúsar, Eggerts Björns sonar á Skarði, og Hallgríms.
Hálfdan Einarsson segir þannig frá því í Hallgrímskveri 1773 að íhug-
unarritin tvö sem Hall grímur samdi um 1660 hafi hann „dedicerað Eggert
Björnssyni á Skarði á Skarðsströnd, sýslumanni í Barðastrandarsýslu …“
(Hallgrímur Pétursson 1773, 14; sbr. Margrét Eggertsdóttir 2005, 176). Þau
hjón, Eggert og Valgerður Gísladóttir, hafa verið menningarlega sinnuð
og trúlega stutt efnalítil skáld til góðra verka, eins og bæði þetta dæmi
sýnir og annað verk sem vitað er að þau létu prenta árið 1661. Það er
kvæðabálkur Péturs Einarssonar á Ballará sem hann orti upp úr Eintali
sálarinnar eftir Martin Moller „Og af honum dedicerað og tilskrifað þeirri
eruverðugu og guðhræddu heiðurskvinnu Valgerði Gísladóttur að Skarði á
Skarðsströnd. Prentað á Hólum í Hjaltadal, eftir bón og ósk þeirra höfð-
ingshjóna, Eggerts Björnssonar og Valgerðar Gísladóttur“ (sbr. Halldór
Hermannsson 1922, 25). Vigfús hefur væntanlega einnig haft áhuga á bók-
menntum. Hann kunni vel að meta latneska erfi kvæðið sem Brynjólfur
Sveinsson orti eftir föður hans, eins og berlega sést af þeim stuðningi sem
hann veitti Brynjólfi skömmu síðar (sbr. hér að framan). Sjálfur orti hann
kvæði á latínu til heiðurs Þorláki Skúlasyni Hólabiskupi og þýðingu hans
á Hugvekjum Gerhards. Kvæðið var prentað með útgáfunni á Hólum 1630
(Halldór Hermannsson 1922, 31).26
Það er því óhætt að halda því fram að ýmislegt bendi til þess að þeir
Vigfús Gíslason og Hallgrímur Pétursson hafi þekkst og að einhvers
konar samband velgjörðamanns og skjól stæðings hafi getað verið á milli
þeirra. Þá er ekki hægt að útiloka að Hallgrímur hafi ort kvæðið í orðastað
einhvers annars, sem hafi pantað kvæðið hjá honum. Það hefur þó varla
verið Brynjólfur Sveinsson því að hann var prýðisgott skáld sjálfur. Það
væri þá helst að Árni Gísla son í Ytra-Hólmi hafi fengið Hallgrím til þess að
26 Í Seiluannál, þar sem sagt er frá andláti Vigfúsar, segir m. a. að hann hafi verið „vitur maður
og vel lærður“ og í sama annál við árið 1648, þar sem sagt er frá bruna í Stórólfshvoli, þegar
Katrín, ekkja Vigfúsar, missti allt sitt innbú: „brann Stórólfshvoll allur gersamlega með öllu
því inni var samankomið í herlegum bókum, er átt hafði Vigfús Gíslason, með öllum skjölum
og bréfum …“ (Annálar 1400–1800 I, 287, 290; skáletrun mín). Að lokum má bæta því
við hér að Vigfús átti í bréfaskiptum við séra Stefán Ólafsson (1619–1688) í Vallanesi, eitt
af höfuðskáldum aldar innar. Þetta kemur fram í bréfi sem Vigfús skrifaði Torfa Jónssyni
(1617–1689) í Gaulverjabæ, bróðursyni Brynjólfs biskups, og dagsett er 22. október 1645,
varðveitt í AM 1058 4to V (sbr. handrit Hannesar Þorsteinssonar, Æfir lærðra manna, í
færslu um Vigfús Gíslason). Þetta sést einnig í bréfabók Stefáns sem til er í eiginhandarriti
í Bodleian Library Oxford, Ms Boreal 67 (sjá Jón Þorkelsson 1886, 379).
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK