Gripla - 20.12.2011, Side 25
25
tveimur. Erfiljóð Hallgríms um Árna Gíslason er þannig varðveitt í tveimur
handritum sem vitað er um (JS 272 4to I og Adv. 21.7.17), bæði frá s. hl. 18.
aldar. Kvæðið um Björn Gíslason er aðeins í einu handriti (Lbs 399 4to II)
sem hefur verið tímasett til ca 1680–1700. Kvæðið um Jón Sigurðsson bart-
skera er í tveimur handritum, hið eldra frá því seint á 18. öld (JS 272 4to I) en
hitt er frá seinni hluta 19. aldar (Lbs 3144 4to). Ljóðið um Steinunni (lengra
kvæðið) hefur varðveist í tveimur handritum, hið eldra, Lbs 496 8vo, er frá
f. hl. 18. aldar en hitt, Þjms 8508, var skrifað uppúr aldamótunum 1800 (sjá
Hallgrímur Pétursson 2002, 157–158). Kvæðið um Árna Oddsson hefur
varðveist víðar en hin fyrrnefndu, eða í sex handritum (Lbs 847 4to, Lbs
883 8vo, BLAdd 4891, MS Boreal 113, ÍBR 159 b 8vo og Lbs 2030 4to II).
Fyrstnefnda handritið var skrifað ca 1690–1700, en hin á 18. öld, nema
Lbs 2030 4to sem er uppskrift dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar
frá ca 1880–1920. Fleiri uppskriftir af þessum kvæðum gætu vitaskuld
átt eftir að koma í ljós en varla margar. Hvað varðar kvæði um fjölskyldu
Vigfúsar í handritum sem hafa líklega verið í hennar eigu, eins og ÍB 380
8vo og Lbs 1158 8vo, þá er ekki svo að öll erfiljóð fjölskyldumeðlima séu
þar uppskrifuð. Í fyrrnefnda handritinu er aðeins um erfikvæði Hannesar
Helgasonar um Vigfús Gíslason að ræða en hvorki kvæðið um föður hans
Gísla Hákonarson né kvæðið um Katrínu, konu Vigfúsar. Önnur erfikvæði
í þessu handriti tilheyra móðurfjölskyldu skrifarans, en það eru kvæði
um Árna Oddsson, dóttur hans Helgu og mann hennar, Þórð Jónsson í
Hítardal, en þau voru móðurforeldrar Gísla Jónssonar, skrifara handrits-
ins.29 Í síðarnefnda handritinu eru aðeins erfikvæði um Gísla Hákonarson
eftir Magnús Sigfússon, um Vigfús Gíslason eftir Hannes Helgason, um
Katrínu Erlendsdóttur eftir Þórð Jónsson og um Árna Oddsson eftir Finn
Sigurðsson. Af þessu má sjá að það er ekki tiltökumál þótt kvæði Hallgríms
um Vigfús hafi aðeins varðveist í einu handriti ― en það er athyglisvert
að það er varðveitt í einu elsta handriti sem geymir uppskriftir af kvæðum
Hallgríms, frá árinu 1665.
Ekki er vitað til þess að skrifari Ihre 77, Jón Rúgmann (eða Jonas
Rugman, stundum Jonas Islandus í sænskum samtímaheimildum) tengist
fjölskyld unni frá Stórólfshvoli, en hægt er að sýna fram á að hann hafi haft
tök á því að nálgast kvæðið og skrifa það upp.
29 Á spássíu við erfiljóð Helgu er fangamark skáldsins G.J.S. sem gæti átt við Gísla Jónsson
sjálfan.
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK