Gripla - 20.12.2011, Page 27
27
„Ao 1665 Haf[niæ] 25 8bris“ og þar undir hefur Jón sett fangamark sitt
J. R. (Ihre 77, 44).33 Vitnisburð um þessa dvöl Rúgmanns í Kaup mannahöfn
er einnig að finna í handriti með ýmiss konar efni úr ýmsum áttum, sem
Jón kall aði Maukastellu (varðveitt í konunglega bókasafninu í Stokkhólmi
undir safnmarkinu Holm papp 33 4to). Í yfirskrift yfir gaman kvæði sem
Jón orti sjálfur og skrifaði upp í Maukastellu kemur fyrir dagsetning og
staðsetn ing: „Anno 1665 Hafniæ Maio“ (bl. 40v) (sbr. Veturliði Óskarsson
2001). Jón Rúgmann hefur þannig verið í Kaupmannahöfn að minnsta
kosti frá maí til loka október þetta ár. Gödel segir að hann hafi farið
til Kaupmanna hafnar vorið 1665 „där han stannade kvar under somm-
aren, hvarefter han sedan på hösten begaf sig på återvägen hem“ (Gödel
1897, 114–115) en í Maukastellu kemur fyrir dagsetn ingin „Anno 1665 J
Helsingör 30 10bris“ (sbr. Gödel 1897, 115, nmgr. 3) og hefur hann þá verið
kominn til Helsingjaeyrar í lok desember. Ég tel að hann hafi komist í
tæri við kvæðin þrjú þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn á árinu 1665 og
skrifað þau upp í bland við forn kvæðin.
Á sama tíma og Jón Rúgmann dvaldi í Kaupmannahöfn við uppskriftir
fornra handrita var þar við nám Jón Vigfússon (1643–1690) yngri, sonur
Vigfúsar Gíslasonar og konu hans Katrínar Erlendsdóttur. Hann varð síðar,
eins og komið hefur fram, biskup á Hólum í Hjalta dal. Jón Vigfússon yngri
sigldi til Hafnar 1664 (er skráður í stúdentatölu háskólans 26. október
1664)34 og varð baccalaureus í heimspeki 29. maí 1666. Reyndar er hugs-
anlegt að bróðir Jóns Vigfússonar, Jón Vigfússon eldri (um 1638–1681)
hafi einnig verið í Höfn á þessum tíma. Hann fór utan til náms árið 1660
en varð sýslu maður í Árnessýslu 1666 (Bogi Benediktsson 1909–1915,
311). Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann kom aftur til Íslands. Líklega
hefur Jón Rúgmann fengið að skrifa upp þessi kvæði eftir blöðum í fórum
annars hvors nafna síns Vigfússonar. Eintak Jóns Vigfússonar (eldri eða
yngri) hefur glatast en kvæði Hallgríms Péturssonar um Vigfús Gíslason
varðveist í handriti Jóns Rúgmanns innan um uppskriftir af kvæðum úr
fornsögunum og öðru efni sem þeim tengjast.
Ekki er auðvelt að sjá í fljótu bragði af hverju Jón Rúgmann skrifaði
upp þessi kvæði samtímamanna sinna. Verkefni hans var á sviði forn-
33 Sumt í Ihre 77 hefur Jón skrifað í Svíþjóð árið 1664 eins og dagsetningar í handritinu bera
með sér (t. d. á bls. 1 og 37).
34 Æviatriði Jóns Vigfússonar eru fengin úr Jón Halldórsson 1911–1915, 125–143.
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK