Gripla - 20.12.2011, Side 28
GRIPLA28
bókmennta, en kvæðin þrjú tengjast ekki fornum bókmenntum og eru
því á skjön við meginefni handritsins. Hugsanlega tengjast þau áhuga
hans á tækifæriskvæðum, en Jón orti nokkur slík um ævina, bæði erfiljóð,
brúðkaups kvæði og heillaóskakvæði á latínu, sænsku og íslensku (Nilsson
1954, 31; Kallstenius 1927a; Kallstenius 1927b).35 Einnig hafði hann áhuga
á orðatiltækjum og málsháttum og safnaði slíku efni.36 Það gæti verið
ástæðan fyrir því að hann skrifaði upp samstæður Hallgríms, Stöngin fylgir
strokki, því að það kvæði byggist upp af spakmælum. Það er að minnsta
kosti ólíklegt að hann hafi skrifað þessi kvæði upp í tengslum við verkefni
sitt í Höfn, sem var að skrifa upp fornar bókmenntir fyrir Olof Verelius
prófessor. Ekki er líklegt að sænski prófessorinn hafi haft mikinn áhuga
á kvæðum eftir tvö svotil óþekkt íslensk samtímaskáld. En blöðin með
þeim varðveittust í Uppsölum ásamt uppskriftum Jóns af norrænum forn-
kvæðum og skyldu efni.
Handritið hefur svo síðar hafnað í bókasafni Johans Ihre (1707–1780),
mál vísinda manns og prófessors við Uppsalaháskóla, sem háskólinn eign-
aðist eftir hans dag. Líklega hefur það komið úr handritasafni Olofs
Rudbecks (sjá Grape 1949 I, 2) sem var rektor Uppsala háskóla á þeim tíma
er Jón starfaði þar, en þótt Rudbeck væri doktor í læknis fræði fékkst hann
einnig við íslensk fræði og studdi dyggilega starf Olofs Vereliusar og Jóns
Rúg manns (Schück 1932; Nilsson 1954, 2). Hann gaf til dæmis út íslenska
orðabók Vereliusar að honum látnum 1691, og átti stóran þátt í því að
Magnus Gabriel De la Gardie, ríkiskanslari Svía og menningar frömuður,
gaf Uppsalaháskóla Uppsala-Eddu (safnmark DG 11) árið 1669, sem er
elsta handrit Snorra-Eddu. Umrætt handrit Jóns Rúgmanns hefur líklega
annaðhvort verið í eigu Vereliusar og komist þaðan í safn Rudbecks eða
sá síðarnefndi fengið það annars staðar frá, frá Jóni sjálfum eða úr safni
Collegium Antiqvitatum í Uppsölum. Johan Ihre keypti hluta af handrita-
safni Rudbecks á uppboði árið 1741 (Grape 1949 I, 72–74 og 342) og hefur
þá þetta handrit frá hendi Rúgmanns að öllum líkindum fylgt með.
35 Enn fremur má finna slík kvæði eftir hann í samtímaprenti í Íslandssafni Landsbókasafns
Íslands - Háskólabóka safns (áður þjóðdeild).
36 Safn hans var gefið út í Uppsölum árið 1927 af Gottfrid Kallstenius undir yfirskriftinni
Jonas Rugmans samling av isländska talesätt.