Gripla - 20.12.2011, Page 29
29
Stórveldi í íslenskri bókmenntasögu
Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er óneitanlega þekktasta íslenska skáld
17. aldar nú á dögum. Hann er það skáld sem helst hefur verið rann-
sakað og mest prentað eftir. Þótt Passíusálmar Hallgríms hafi margsinnis
verið prentaðir allt frá árinu 1666 og til dagsins í dag, er það ekki síður
til útgáfu á kvæðakveri með öðrum sálmum og kvæðum Hallgríms árið
1755 sem rekja má upphaf þess að Hallgrímur verður stórveldi í íslenskri
bókmenntasögu. Kvæða safnið, sem prentað var á Hólum í Hjaltadal, bar
titilinn Nokkrir lærdómsríkir sálmar og andlegir kveðlingar þeim til fróðleiks,
huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, velflestir ortir af því mikið elskaða og
nafnfræga þjóðskáldi vorrar tungu Hallgrími Péturssyni. Hér kemur fram það
álit sem 18. aldar fólk mun hafa haft á skáldinu og verkum þess. Í kverinu
eru þó aðeins fáein af þeim kvæðum sem eignuð eru Hallgrími í handritum,
eða um 30 kvæði. Hálfdan Einarsson, rektor latínuskólans á Hólum, hélt
áfram að vinna að þessari útgáfu Hallgrímskvers, eins og kvæða safnið
hefur löngum verið kallað, þegar hann kom að Hólum sama ár og fyrsta
útgáfan leit dagsins ljós. Hálfdan gaf kverið út árin 1759, 1765, 1770 og
1773 með viðbótum og lagfæringum og hefur kvæðunum fjölgað umtals-
vert í síðustu útgáfunni frá hans hendi. Hallgrímskver hefur oft verið
prentað síðan en ein viðamesta almenningsútgáfan á kveðskap Hallgríms
hingað til er Sálmar og kvæði eptir Hallgrím Pétursson I–II (1887–1890) sem
Grímur Thomsen hafði umsjón með. Grímur notaði Hallgrímskver en
studdist einnig við handrit (sbr. formála hans). Nú um stundir er unnið
að vísindalegri heildar útgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar á Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrsta bindi ljóðmæla skáldsins
birtist árið 2000 en nú eru komin út fjögur af fimm áætluðum bindum
ljóðmælanna. En ljóðmælin eru aðeins fyrsti hluti af fjórum í fyrirhugaðri
heildarútgáfu á höfundarverki skáldsins. Á vegum verkefnisins hefur verið
unnin skrá yfir kvæði Hallgríms í hand ritum sem varðveitt eru í ýmsum
söfnum innan lands sem utan en mest í handritasafni Landsbókasafns.
Það hefur þó tafið þessa vinnu nokkuð að kvæðahandrit hafa ekki verið
efnisskráð nema að mjög takmörkuðu leyti. Því er ekki ólíklegt að með
tímanum komi fram handrit sem gætu breytt varðveislusögu einstakra
kvæða og jafnvel haft áhrif á túlkun viðkomandi kvæða og skilning á þeim.
Einnig má vera að vitneskja um höfundareign annarra skálda á kvæðum
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK