Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 120
GRIPLA120
Finnur Magnússon (1822, 121 og 154) þýddi Eddukvæðin á dönsku og
lét skýringar fylgja. Fyrstu þrjár línurnar þýðir hann svo: „Hvo reisekosten
troer, ved nattens komme glædes. Korte ere skibsræer.“ Í skýringum segir
Finnur: „Þessi fremur óljósa vísa víkur frá venjulegum bragarhætti kvæð-
isins, og virðist einnig vera sett hér inn á röngum stað þar sem hún er ekki
í réttu samhengi. . . Hún virðist eiga betur heima í Loddfáfnismálum (við
118. [nú 116.] vísu) þar sem hún er reyndar í sumum uppskriftum.“ (Þýðing
mín).
Í frumútgáfu Sæmundar-Eddu eru Hávamál í 3. bindi (1828), sem
Finnur Magnússon sá um. Þar er upphaf 74. erindis Hávamála þýtt svo
á latínu: „Noctis adventu lætatur / qui de viatico securus est, / brevis
durationis (extensionis) sunt antennæ.“ Það útleggst: Sá gleðst yfir komu
nætur, sem er öruggur um uppheldi (nesti) sitt. Skammar að endingu1
(lengd) eru [skips] rár.
Í Lexicon Poeticum Sveinbjarnar Egilssonar (1860) má á fjórum stöðum
finna þýðingar á latínu, sem eru samhljóða Sæmundar-Eddu (1828), nema
þriðja línan: „Curtæ [sunt] antennæ / navis.“ Í handritinu Lbs. 420 4to er
dönsk þýðing Sveinbjarnar á fyrri hluta Hávamála. Þar segir: „Den som
stoler paa reisekosten, bliver glad ved nattens komme. Korte er skibets
ræer.“ Í Lbs. 268 fol. þýðir Sveinbjörn sömu línur: „En nat varer dens glæde,
som forlader sig paa sin madpose. Korte ere skibets rær.“ Þ. e.: Eina nótt
endist gleði þess, sem treystir á nestispoka sinn.
Guðbrandur Vigfússon (1874, 485) hafði mikil áhrif á túlkun margra á
þessu erindi með orðabók sinni. Þar, eins og í öðrum orðabókum, kemur
fram að rá geti þýtt ‘horn, skot, afkimi’ í húsi, »upphaflega vrá (danska
vraa; sænska vrå)«2, en síðan er gefin önnur merking: »2) a cabin on
board ship, Edda (Gl.); as also in the saying, skammar eru skips rár, short,
small are the ship’s cabins, giving small accommodation, Hm. 73, (skipsins
eru skammar rár, Mkv.); cp. rá-skinn, a ‘cabin-skin’, hammock.« Enginn
fyrirvari er settur við þessa túlkun. Með ‘Edda (Gl.)’ er vísað í nafnaþulur
aftan við Snorra-Eddu, en ómögulegt er að sjá að rá sé þar í merkingunni
‘klefi, legurúm í skipi’, enda er ekki vitað til að klefar eða káetur hafi verið
1 E. t. v. á Finnur hér við að rárnar séu brothættar. Málsháttakvæðið mælir þó gegn þeim
skiln ingi, sbr. síðar.
2 Í fyrstu málfræðiritgerðinni segir: „Rǫ er æitt tre vr segl víðvm, enn r er hyrning hss.“
(Hreinn Benediktsson 1972, 216 og 218).