Gripla - 20.12.2011, Síða 124
GRIPLA124
tafðist. / Efni þessarar vísu bendir eindregið til að hún sé upprunalega
komin frá Noregi.“ (Þýðing mín, stytt).
Andreas Heusler (1915, 115) segir um fyrstu tvær línurnar að þær séu
mjög svipaðrar merkingar og málshátturinn: Sá bíðr hlæiandi húsa, sem mat-
inn hefir í malnum.6 Um þriðju línuna, skammar ro skips rár, segist hann
sammála Detter ‒ Heinzel um að skips rár séu ekki ‘káetur’ eða ‘klefar’
[Kajüten] heldur ‘skiprúm’ [Fächer, ‘rúm’], þar sem menn lögðust krepptir
til svefns. Hann hafnar þeirri skýringu BMÓ að málshátturinn merki:
Skipið fer hægt yfir. Stílfræðilega megi bera þetta saman við Fóstbræðra
sögu (ÍF VI, 144): Skammr er skutill minn, þ. e.: fátæklegt er borðhald mitt.
Hann bendir á færeyskan málshátt, sem minnir á fjórðu línuna: Vetranáttin
hevir so mong sinnini, þ. e.: Vetrarnóttin hefir svo margt sinnið (svo mörg
andlit) (V. U. Hammershaimb 1852, 303). Loks bendir hann á að með fimm
dögum í næst síðustu línu geti verið átt við fimm daga viku (eða tímaein-
ingu) að fornu.
Hjalmar Falk (1922, 173‒175) skrifaði grein um þetta erindi í Maal og
Minne. Fyrst fer hann yfir ofangreinda túlkun Björns M. Ólsens, en segir
svo (þýðing mín): „Þennan skilning á línunni skammar ‘ro skips rár tel ég
ekki fullnægjandi. BMÓ hefur rétt fyrir sér í því að hlutfallsleg lengd ránna
hefur áhrif á hraðann. Þetta má m. a. sjá af Helgakviðu Hundingsbana I,
49, þar sem rár langar eru nefndar í sambandi við stór og hraðskreið skip
(snæfgir kjólar). En staðhæfing hans um að rárnar hafi yfirleitt verið hlut-
fallslega langar, stenst eflaust ekki um þau skip sem hér er átt við. Um það
má vísa í rit mitt Altnordisches Seewesen, s. 63: »Seglin voru ávallt ferhyrnd
rásegl, eins og þau sem hafa almennt verið notuð í Færeyjum fram á
okkar tíma. Fornu seglin líktust þeim færeysku (og þeim sem tíðkuðust í
Noregi) einnig að því leyti að þau voru hlutfallslega mjó að ofan en mjög
breið að neðan, sem ljær skipinu stöðugleika.« Stuttar rár voru nauðsynleg
varúðarregla fyrir lítil skip á þröngum og skerjóttum siglingaleiðum með
tíðum sviptivindum, eins og norskum fjörðum og sundum. / Einnig virðist
mér vera ósamræmi í því hjá BMÓ að auðkenna skammar ‘ro skips rár sem
málshátt án þess að reyna um leið að finna almenna merkingu hans. Túlkun
hans: »Skipið er oft hægfara« fullnægir ekki þessu skilyrði. En BMÓ
6 Kristian Kaalund (1886, 156). Þar er ekki ljóst hvort lesa á bíður eða biður. Andreas Heusler
tekur fyrri kostinn, Finnur Jónsson (1920, 79) og Hermann Pálsson (1999, 201) þann síðari,
sem virðist eðlilegra.