Gripla - 20.12.2011, Page 136
GRIPLA136
Það er vitaskuld mikilvægt efni en hér verður samt horft á annað og hugs-
anlega áþreifanlegra mál: Samsetningu eins handrits og leitað skýringa á
henni.3
Uppsalaedda er eina handritið sem getur um höfund og hefur almenna
fyrirsögn og efnislýsingu:
bok þei heitir edda. hana hevir aman etta noꝛri turlo on eptir
þeim hætti em her er kipat. Er ꝼyrst ꝼra avm ok ymi. Þar næt
kalldskap[ar mal] ok heiti margra hlvta. Siþaz hátta tal er noꝛri
hevir ort um hak[on] konung ok kula hertug[a] (Grape o.fl. 1977, 1).
Sverrir Tómasson benti á að þessi inntakaslýsing ætti heldur illa við:
Þessi efnisskipan kemur ekki heim við handritið sjálft því þar er
texti Skáldskaparmála rofinn, fyrst með Skáldatali og síðan Lög -
sögumannatali fram til Snorra Sturlusonar og fyrir aftan Skáld-
skaparmál stendur Önnur málfræðiritgerðin, þá kemur Háttatal, sem
er reyndar einnig í lausum tengslum við annað efni í Wormsbók, en
þar stendur kvæðið á eftir málfræðiritgerðunum. Í Konungsbók fer
efnisskipan næst því sem segir í Uppsalabók. (Sverrir Tómasson
1992, 534).
Þetta er ekki tæmandi yfirlit. Sverrir nefnir ekki Ættartölu Sturlunga, sem
fer beint á eftir Skáldatali, og eins og Krömmelbein síðar horfir hann
framhjá því að Vísnaskrá Háttatals á fol. 48r er sjálfstætt verk sem ekki
byggir á vísunum sem síðan eru skráðar úr Háttatali.4 Mikilvægt í þessu
sambandi er að hvorki Skáldatal, Ættartala Sturlunga, Lögsögumannatal né
Vísnaskrá Háttatals fá fyrirsagnir í handritinu og Önnur málfræðiritgerðin
sérkennilega, eins og síðar verður nefnt. Þar eð engar fyrirsagnir eru í
öðrum handritum Eddu er freistandi að draga þá ályktun að fyrirsagnir hafi
ekki staðið í frumhandriti.
Sverrir Tómasson benti í áðurnefndri ritgerð frá 1996 á að mál-
3 Handritið DG 11 4to hefur verið blaðsíðusett „i senare tid“ (Thorell í Grape et al. 1977:ix)
en þá er hlaupið yfir óskrifað fyrsta blað og verður því bl. 2 r bls. 1. Nokkur hefð er fyrir því
að vísa í blaðsíður, ekki blöð í DG 11 4to og er þeirri hefð fylgt hér.
4 Bæði Thomas Krömmelbein (1992:114 og 120) og Guðrún Nordal (2001, einkum bls. 125)
gefa ágæt efnisyfirlit yfir DG 11 4to. Meginviðfangefni þeirra er þó ekki að skýra tilurð
handritsins. Lasse Mårtensson fjallaði um Vísnaskrána í grein sinni 2010.