Gripla - 20.12.2011, Page 137
137
fræðiritgerðirnar fjórar sem fylgja eddutextanum í Wormsbók, Önnur
málfræðiritgerðin í Uppsalaeddu, Þriðja málfræðiritgerðin í AM 757 4to
og AM 748 4to og brotið úr Fimmtu málfræðiritgerðinni í síðastnefnda
handritinu gæfu ákveðnar upplýsingar:
Þessi varðveisla getur ekki verið tilviljun. Hún er ávitull um að
eddufræði hafi aðallega skipst í tvær höfuðdeildir, önnur hafði að
geyma skýringar mál- og mælskufræði meðfram texta Snorra, hin
þulur og ágrip kenningasmíðar. Á þann hátt var unnt að koma til
móts við þörf innlendrar uppeldisstefnu í upphafi 14. aldar og síðar.
Um þá stefnu fyrir ritunartíma handritanna skal ekkert fullyrt hér.
(Sverrir Tómasson 1996, 6).
Kverin
Handritið DG 11 4to er talið skrifað snemma á 14. öld. Til þess benda bæði
skrift og orðmyndir. Skrifari hefur greinilega tileinkað sér stoðhljóðið -u-
en sýnir það einungis í öfugum rithætti svo sem dóttr, móðr í stað dóttur,
móður. Löngu i hljóðvarpshljóðin ǿ og æ eru fallin saman að ekki sé minnst
á hin stuttu hljóðvarpshljóð og ǫ. Allt bendir til fyrri hluta fjórtándu aldar
og heldur nær aldamótum. Skipar það handritinu sess meðal hinna elstu
handrita Snorra Eddu, þ. e. a. s. GKS 2367 og AM 748.
Ekkert verður að sinni fullyrt um ritunarstað DG 11 4to, en margt
bendir til Vesturlands, eða nánar Borgarfjarðar og Dala. Þar var veldi
Sturlunga mest og frá þeim virðist margt efni handritsins komið. Með
hendi aðalritara er á bls. 92 með villuletri svohljóðandi texti:
Gunnar á mik, vel má þú sjá mik. Ekki máttu taka mik. Ekki mun
þat saka þik.5
Dextera scriptoris benedicta sit omnibus horis.6
5 Í bók sinni Fagrar heyrði eg raddirnar birti Einar Ól. Sveinsson þessa eigandaformúlu
á for titilsíðu en breytti hinu seinna ekki í ella og fór þar að tillögu Finns Jónssonar
(Småstykker).
6 Sjá Grape, Anders, 1962, bls. 13. Stafrétt stendur hér: Gxnnb. b. mkc. xꝼl mb. þx kb mkc.
ꝼccꝼ. mbttx tbcb mbc. ꝼccꝼ nxn þbt bcb þkc. / ðfxtfrb krkptprk bfnfðkctb kt pmnkbx_
hprk.
UPPSALAEDDA, DG 11 4to