Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 139
139
Þetta er góð röksemdafærsla, fljótt á litið. En Lasse Mårtensson bendir
mér á að hún heldur ekki. Vissulega hefur skrifarinn haft fyrirmynd, en
hún var fyrirmynd að villuletri og þar merkti k i og var þess vegna ekki
nothæft til að tákna lokhljóðið k. Svipuðu hefur gegnt um f. Eyjaleturs-f
stóð fyrir e (sbr. cc = ekke).
Það eina sem ráðið verður af þessum orðum er að handritið var
einhvern tíma í eigu Gunnars nokkurs. Handritið sjálft er hins vegar
ágætur vitnisburður um ritbeiðandann. Hann hefur verið í góðum efnum,
því skrifstofan hefur ekki þurft að horfa í skinn. Það kemur fram af
auðum og hálfskrifuðum síðum.8 Ritbeiðandi hefur vafalítið verið tengdur
Sturlungum eða af ættinni. Til þess benda viðaukarnir um ættartölu Sturl -
unga, lögsögumenn og skáld. Hugsanlega hefur hann átt heima í Borgar-
firði eða a. m. k. haft aðgang að handritasafni Sturlunga.
Hins vegar kann Grape að hafa dregið rétta ályktun af rangri rök-
semdafærslu! Það er fleira sem sami skrifari hefur skráð með villuletri, og
strax á eftir eigandaklausunni skrifar hann: „ðfxtfrb krkptprk bfnfðkctb
kt pmnkbx hprk“. En þetta er latína, eins og fram er komið, og má
leysa upp: Dextera scriptoris benedicta sit omnibus horis, blessuð sé
hægri hönd skrifarans um allar stundir. Rétt eins og eigandaklausan er
þetta kunnuglegt og auðfundið á Gúgli. Þessi leóníska hexameturslína er
sígild bæn skrifara við lok verka. Þar með er hún partur af því sem með
grísku tökuorði er kallað colophon á ensku og er samkvæmt Dictionary of
Etymology (Chambers) ekki eldra í því máli sem fagheiti en frá 18. öld, en
miklu eldra í notkun sem „inscription at the end of a book“. Mér er kennt
(m. a. af Guðvarði Má Gunnlaugssyni) að skrifarar fyrri tíðar hafi margir
hverjir tamið sér að ljúka verki með ýmislegum upplýsingum, skrifað
kólófóna – en aldrei nema að verklokum, síðast í sögu eða bók.
Og hér kemur að því sem Grape sá, en dró ekki ályktun af þegar honum
þótti eigandaklausan „såsom sådan väl också rätt egendomligt placerad“.
Það er laukrétt og enn frekar um blessunarorðin: Þau eiga að standa að
verklokum, ekki inni í handriti eins og í DG 11. En mér sýnist reyndar
lausnin blasa við: Klausurnar tvær hafa fylgt í forriti, og þarna lauk einmitt
Annarri málfræðiritgerðinni. Það var hún sem var í eigu Gunnars þessa og
gaf skrifara tilefni til að biðja hægri hönd sinni blessunar. Það er allsendis
8 Autt er bl. 1r og bl. 1v sem og bls. 50 og hálf síða bls. 49 og bls. 72. Ófullar eru bls. 92 og 93
og auk þess aðeins skrifaðar 10 línur á bls. 109.
UPPSALAEDDA, DG 11 4to