Gripla - 20.12.2011, Side 141
141
því kunna að vera ýmsar skýringar og verður rætt nánar síðar. Ljóst sýnist
altjent að skrifarinn ætlaði sér ekki að skrifa lengra.
Það má þakka umslaginu um fyrsta kver að textinn í DG 11 4to virðist
óskaddaður. Hann byrjar á síðu sem alltaf hefur verið vernduð og honum
lýkur á recto síðu, sem skiljanlega hefur einnig verið vernduð. Þar með
verður DG 11 4to eina heila handrit sem varðveitt er af Snorra-Eddu og
hefði af þeim sökum átt skilið meiri athygli á undanförnum öldum.
Efnisyfirlit
Að mínum skilningi verður efni DG 11 best lýst svo:
a) Formáli (Grape o.fl. 1977, 1–3).
b) Gylfaginning, svið 1 (Grape o.fl. 1977, 3–35).
c) Gylfaginning, svið 2 (Grape o.fl. 1977, 35–42).
d) Skáldatal (Grape o.fl. 1977, 43–47).
e) Ættartala Sturlunga (Grape o.fl. 1977, 48).
f ) Lögsögumanntal (Grape o.fl. 1977, 48–49).
g) Skáldskaparmál (einkum kenningar og heiti. Grape o.fl. 1977,
51–87).
h) Háttalykillinn (Grape o.fl. 1977, 88–92).
i) Vísnaskrá Háttatals (erindi 1–36. Grape o.fl. 1977, 93.1–22).
j) Háttatal sem Snorri kvað (texti, skýringar kenninga og stíls, vísur
1–56. Grape o.fl. 1977, 94–109).
Þetta efnisyfirlit er að mestu samhljóða þeim Thomas Krömmelbein og
Guðrúnu Nordal (sjá 3. neðanmálsgrein). Ég fylgi Guðrúnu í því að telja
Vísnaskrá Háttatals sjálfstæðan hluta en hafna hins vegar þeirri túlkun
beggja að telja hluta c innskot í Skáldskaparmál. Þessi kafli, sem oft hefur
verið kallaður Bragaræður, er ekki greindur frá Gylfaginningu á nokk-
urn hátt í DG 11 þótt hann fái litaðan upphafsstaf og fyrirsögnina „ra
heimboþi aa með ægi.“ Sjálfur textinn er beintengdur niðurlaginu á frásögn
af heimsókn Gylfis10 (Ganglera) til ása:
10 Hugsanlega skiptir það engu að þetta er nafnið sem gefið er heimsækjandanum í Uppsala-
eddu, og þar er hann ekki kallaður kóngur heldur maðr vitur (Grape et al. 1977:3). Ekki
verður þó horft framhjá þeim möguleika að ritstjóri þessarar gerðar hafi talið þetta aðra
persónu en Gylfa konung, sem reyndar þekkti Óðin persónulega, ef menn vilja gerast bók-
stafstrúar.
UPPSALAEDDA, DG 11 4to