Gripla - 20.12.2011, Page 143
143
Það er augljóst af orðalagi Guðrúnar að hún gefur sér að gerð Konungsbókar
sé upprunalega gerðin og Uppsalabók stytting, þar eð skrifarinn hefur
sleppt kvæðunum. Sannast sagna er hitt sennilegra að kvæðunum sé aukið
inn síðar, en það verður að ræða í öðru sambandi. Guðrún er hins vegar
sannfærð um að sjá megi rök fyrir staðsetningu Skáldatals og annarra inn-
skotskafla og tekur þar afstöðu gegn Rascellà og Faulkes, er hún segir:
I maintain, on the contrary, that the writer of U had a specific
reason for placing them, and Skáldatal in particular,11 in the
manuscript precisely at this junction. (Sama rit, 126).
Réttilega bendir Guðrún á að ekki hafi verið vitnað í nafngreint norrænt
skáld áður í verkinu. Það er að vísu algerlega óviðkomandi goðsagnafærsl-
unni (ekki: „As a result of the new arrangement of Skáldskaparmál
[…]“ (Sama rit, 126)), því Skáldatal hefði passað jafn vel inn framan við
Skáldskaparmál í hinum gerðunum. Hins vegar er auðvelt að samsinna
Guðrúnu þegar hún skrifar:
The citations and references to the poets in the latter part of
Skáldskaparmál are […] to be placed in the context of the chronology
of the kings of Scandinavia, and with a particular deference to
Heimskringla. The U version, more than any other version of Snorra
Edda, makes clear the debt of Snorra Edda to the writing of the
kings’ sagas, which applauded the art and the historical importance
of the skalds. The U manuscript is closely attached to the Sturlungar
family, and Skáldatal, as well as the genealogy of the Sturlungar and
the list of law-speakers, allude to the cultural achievements (poets
and law-speakers) and aristocratic affiliation of this family. (Sama
rit, sama stað).
Krömmelbein, sem reyndar er ekki meðal heimilda Guðrúnar, hafði áður
komist að svipaðri niðurstöðu:
11 Mikilvægt er, eins og Guðrún bendir á, að Skáldatal í DG 11 4to víkur frá afritinu sem til er
af Kringlu í því m. a. að bæta við 18 norskum höfðingjum („These men do not belong to the
royalty and therefore are excluded from (or omitted in) the catalogue in Kringla.“ 2001, 127).
Með þessari viðbót fjölgar ættingjum Snorra í tali skálda. Hins vegar er líka athyglisvert að
Skáldatal í Eddu telur Snorra Sturluson ekki meðal skálda Sverris konungs Sigurðarsonar,
en það gerir Kringla.
UPPSALAEDDA, DG 11 4to