Gripla - 20.12.2011, Síða 148
GRIPLA148
Máli skáldskaparins, kenningum og heitum, er í öllum aðalatriðum gerð
sömu skil í DG 11 4to og hinum aðalhandritunum, burtséð frá því að Upp-
salagerðin hefur engar langar kvæðatilvitnanir, eins og RTW-gerð irnar.16
Kenningar er fjallað um í röðinni: skáldskapur, Óðinn,17 skáldskapur,
æsir (aðrir en Óðinn), gyðjur, himinn, jörð, haf, sól, vindur, eldur, vetur,
sumar, karl og kona, gull, karl og kona sem gullgjafar og tré, orusta og
vopn, skip, konungar og önnur stórmenni.18 Síðan hefst tal „ókenndra
heita“ og er reyndar blandað kenningum, m. a. um himin, sól og tungl,
orustur, og gull.19 Bendir ýmislegt til að þarna sé farið að ólíkum heim-
ildum eða orðasöfnum og hafi sumt gleymst í fyrstu eða einfaldlega bæst
í sarpinn eftir að ritun forrits DG 11 4to hófst. Það væri fullgild skýring á
því að sumar kenningar koma í bland við heiti.
Orðaforðinn er viðfangsefni Skáldskaparmála og það skipar þeim sess
við hlið málfræði að skilningi miðalda, þegar skil á milli málskrúðsfræði
(retóríkur) og málfræði (grammatíkur) voru ekki jafn skörp og síðar varð.20
Það er í því ljósi afar skiljanlegt að næst sé sett í safnið Önnur mál-
fræðiritgerðin, kölluð Háttalykill, greinilega með tilvísun til meginmálsins,
þar sem segir: „Mvþrinn ok tvngan er leikvollr oꝛþanna. A þeim velli ero
reitir tair þeiꝛ er mal allt gera ok hendir malit yma sva til at iana em
hoꝛpu trenger eþa ero læter lyklar i symphonie.“ (Grape o.fl. 1977, 88).
Þetta er áréttað í niðurlagi textans: „Malstair ero .xij. þeirꝛ em bæþi hava
hlioð hvart em kipt er eþa hrvndit lẏklinum. En .viij. þeiꝛ er iþarr ero
ritaþir hava halt hlioð við hina. Svmir taka hlioð er þv kippir at þer. Svmir
er þv hrinder ra þer.“ (Grape o.fl. 1977, 92). Tólf fyrstnefndu stafirnir eru
samhljóðarnir b, d, f, g, k, l, m, n, p. r, s. t, hinir átta síðarnefndu, sem hafa
hálft hljóð, eru ð, þ, z, ẏ, c, h, x og q.
16 Þeir sem gera ráð fyrir að U sé stytt útgáfa reikna þá með að sleppt hafi verið tilvitnununum
í Ragnarsdrápu, Þórsdrápu, Húsdrápu, Haustlöng og Grottasöng. Aðrir, m. a. Finnur Jónsson
(1931) gera ráð fyrir að þessar löngu tilvitnanir séu viðaukar í RTW.
17 Þessir kenningaflokkar koma reyndar að hluta til í niðurlagi Gylfaginningar í DG 11 4to.
18 Sjá Faulkes 1998, xlix.
19 Sama rit, bls. l.
20 Rétt er að benda á að þegar um 1300 (og kannski fyrr) er litið á Skáldskaparmál sem
sjálfstætt verk. Það sýna handritin AM 748 I B 4to og AM 757 4to. Sverrir Tómasson
bendir á (Nýsköpun eða endurtekning? bls. 55) að Oddur Einarsson (eða nánar höfundur
Qualiscunque discriptio Islandiae) skiptir verkinu í tvo hluta og kallar annan Skáldu, hinn
Eddu.