Gripla - 20.12.2011, Side 149
149
Það er með öðrum orðum alveg óþarft að gera ráð fyrir misskilningi
skrifara eða höfundar á heiti Háttalykils ins forna og að Háttatal hafi haft
áhrif á þetta heiti. Sennilega er fyrirsögnin komin frá skrifara DG 11 4to.
Hún stendur mjög einkennilega á síðu, á neðri blaðrönd á hægri síðu (bls.
87) og neðar en venja er að rita í þessu handriti. Sjálf hefst svo ritgerðin
í næstu opnu með myndarlegum upphafsstaf og greinilega hefur ekki
verið gert ráð fyrir fyrirsögn á síðunni. Hér er ekki staður né stund til að
fjalla sérstaklega um málfræðiritgerðina, enda nægir að benda á umfjöllun
Rascellà í ágætri útgáfu hans.
Að loknum Háttalyklinum á bls. 92 hefur verið skilið eftir autt pláss
sem síðan er fyllt með villuleturstexta og hefst með eigandaformúlunni
sem áður er getið. Síðan hefur svo verið fyllt með öðru efni og fróðlegu,
þar sem eru talsvert magnaðar særingar og virðast ætlaðar til að kveða niður
draug eða ára.
Á bls. 93 er texti sem ekki á sér neina hliðstæðu í öðrum Eddu-hand-
ritum. Þar er það sem hér hefur verið kallað Vísnaskrá Háttatals, og er
fólgið í því að skrifa fyrstu línu eða tvær fyrstu línur hvers erindis þar til
lokið er vísu 36, en þá hefur raunar fallið niður vísa 35, þannig að villulet-
ursathugasemd skrifara á neðanverðri síðunni er rétt: „Hér er ritaðr hálfr
fjórðitugr hátta.“
Finnur Jónsson var ekki í neinum vandræðum með að skýra þessa
Vísnaskrá:
Skriveren vil blot göre et udtog. Han begynder med versenes
begyndelse og versemålenes navn. Da han var færdig med omtrent
tredjedelen, betænker han sig (fordi han nu fik bedre tid?) og skriver
hele digtet med kommentaren,21 men når nu kun til v. 56. Og her-
med er skriveren definitivt færdig. (Finnur Jónsson 1931, xxx).
Vitanlega er þetta hugsanleg skýring, þótt á stangist heiti bragarhátta, en
samt er auðveldara að fallast á hugmynd Anthony Faulkes:
It is, […], difficult to see any possible purpose in this arrangement
of the text other than as an aide-mémoire to someone who knew the
text of the poem by heart, but wanted to be reminded of the order
21 Í neðanmálsgrein skrifar Finnur: „Der er ingen grund til at antage, at der her [þ. e. a. s. í
texta Háttatals] er et andet hds. brugt end för, da han skrev de første linjer.“
UPPSALAEDDA, DG 11 4to