Gripla - 20.12.2011, Page 156
GRIPLA156
og það gæti gefið okkur tímasetningu þess safnrits sem við okkur blasir í
afritinu DG 11 4to a. m. k. fyrir 1250 en væntanlega eftir dauða Snorra.
Hvar DG 11 4to hefur verið skrifað er óráðin gáta. En hafi sami skrif-
ari fengið það hlutverk að skrifa Barláms sögu og Jósafats sem varðveitt eru
af tvö blöð með sömu hendi, svo sem menn sýnast sammála um síðan á
dögum Kålunds,25 gefur augaleið að hann hefur starfað í skrifarastofu þar
sem fengist hefur verið við ýmisleg efni. Rithönd og stafgerð bendir til
ágætrar þjálfunar og vinnubrögð hans sem afritara eru að því er best verður
séð vönduð. Það er því full ástæða til að álykta að verkkaupi hafi vandað val
sitt. Teikningin á bls. 50 bendir til þess að völ hafi verið á góðum myndlýsi
á sömu slóðum.
Ritstjóri U hefur að líkindum verið kennari sem lætur skrifa efni til
notkunar í málfræðikennslu og skáldmennt. Hann má vel hafa vitað að
til var önnur gerð eða aðrar gerðir Gylfaginningar, en ef honum hefur
reynst þessi vel er þarflaust að skipta. Hins vegar finnst honum kannski
önnur röð efnisins henta betur. Þaðan kemur óskin um að flytja sögur úr
Skáldskaparmálum fram í Gylfaginningar-hlutann. Hann er hugsanlega að
störfum á þeim tíma að ekki er til lengri gerð af Háttatali. Þess vegna er
kvæðið aðeins 56 erindi.
HEIMILDIR
HANDRIT EDDU
A AM 748 Ib 4to. Myndir í CCIMÆ XVII. Útg. E. Wessén 1945. Texti í Jón
Sigurðsson o.fl. 1852, 397–494.
B AM 757 4to. Texti í Jón Sigurðsson o.fl. 1852, 501–572.
C AM 748 II 4to. Myndir í CCIMÆ XVII. Útg. E. Wessén 1945. Texti í Jón
Sigurðsson o.fl. 1852, 573–627.
R Regius. GKS 2367 4to. Myndir í CCIMÆ XIV. Útg. E. Wessén 1940. Texti í
Faulkes 1998, 1999 og 2005.
T Trajectinus. Utrecht 1374. Myndir í Early Icelandic Manuscripts in Facsimile
XV. Útg. Anthony Faulkes. Texti í van Eeden 1913 og Árni Björnsson 1975.
U Upsaliensis DG 11 4to. Myndir í Grape o.fl., 1966. Texti í Grape o.fl. 1977.
W Wormianus. AM 242 fol. Myndir í CCIMÆ II. Útg. Finnur Jónsson 1931.
Texti í Finnur Jónsson 1924.
AM 756, 4to, afrit (18 blöð) af W. Texti að hluta í Jón Sigurðsson o.fl. 1852,
495–500.
25 Sjá Grape 1962:10–11. Sá sem mest hefur rýnt í handritið DG 11 4to nýlega, Lasse
Mårtensson, telur öll líkindi til að þetta sé rétt skrifaragreining.