Gripla - 20.12.2011, Síða 161
161
HELGI SKÚ LI KJARTANSSON
AF RESENSBÓK, KRISTNISÖGUM
OG LANDNÁMUVIÐAUKUM
Í ÞESSARI GREIN verður haldið fram þeirri tilgátu að sá texti Kristni-
sögu, sem fræðimenn gera ráð fyrir að hafi staðið á glötuðu miðalda-
handriti, svonefndri Resensbók, hafi að öllum líkindum ekki verið heild-
stæð Kristnisaga heldur allt annars konar samsetningur sem aðeins átti
nokkra kafla sameiginlega með Kristnisögu. Meginrökin fyrir þessu eru
ekki frumleg; Ólafur Halldórsson sló þeim fram fyrir löngu. En hér verða
þau reifuð nánar og reynt að auka nokkru við. Tilgátan hefur nokkrar
afleiðingar fyrir skilning á tveimur allmerkum fornritum, þ. e. Kristnisögu
sjálfri og þó enn frekar á svonefndum Viðauka Skarðsárbókar, en tilurð
hans verður stórum skiljanlegri ef þessi tilgáta stenst.
Resensbók (eða Resenshandrit nr. 111) er einkum kunn sem eitt af hand-
ritum Landnámu, eina þekkta miðaldahandrit þeirrar Landnámugerðar
sem kennd er við Sturlu lögmann Þórðarson.2 Björn á Skarðsá notaði þetta
handrit sem aðra aðalheimildina að Landnámugerð sinni, Skarðsárbók
(nánar um það síðar). Brynjólfur biskup átti það og notaði;3 síðar eign-
aðist það danski lærdómsmaðurinn Peder Resen sem það er jafnan kennt
við; og það fylgdi með þegar hann gaf bókasafn sitt háskólabókasafninu
í Kaupmannahöfn. Þar notaði Árni Magnússon þetta handrit við ýmis
tækifæri, virðist meira að segja hafa fengið það lánað 1706 til að hafa
með sér til Íslands.4 Tveim árum áður hafði Árna áskotnast uppskrift af
Landnámu (AM 107 fol.) sem Jón prestur Erlendsson gerði fyrir Brynjólf
1 Skv. tölusetningu Stefáns Karlssonar, „Resenshandrit,“ Opuscula 4 (1970): 270.
2 Nema ef vera skyldi Landnámuhandrit Arngríms lærða (sjá Jakob Benediktsson, „Inn-
gangur,“ Landnámabók. Ljósprentun handrita (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar,
1974), xiii) en óvíst er um aldur þess.
3 Um not hans, og síðan Árna Magnússonar, á Landnámutexta handritsins hefur Ólafur
Halldórsson birt sérstaka rannsókn: „Textabrot úr Resensbók Landnámu,“ Grettisfærsla
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1990), 167–181.
4 Stefán Karlsson, „Resenshandrit,“ 270–272.
Gripla XXII (2011): 161–179.