Gripla - 20.12.2011, Síða 163
163
Þar setti hann fram þá kenningu að Landnámuviðaukinn, sem Árni svo
nefnir, hafi einmitt verið Kristnisaga:10
Hér, og á nokkrum stöðum síðar, verður hinum ágæta höfundi á
sú afsakanlega skyssa að vísa til „viðauka Landnámabókar á skinni“
[Appendicem Libri Orig[inum] Isl[andiæ]11 Membr[anei]] eins og hann
tilheyri Landnámu en ekki sögunni Hversu kristni kom á Ísland
[historia religionis christ[ianæ] in Island[iam] introductæ], augljóslega
miðað við skinnhandrit það af Landnámabók sem honum var þá
tiltækt.
Nú blasir við af útgáfum sögunnar Hversu kristni kom á Ísland
(Kristnisögu eða Kristindómssögu eins og hún er kölluð á íslensku),
að þetta tilheyrir henni en ekki viðauka Landnámabókar, því að
þær upplýsingar, sem hinn ágæti höfundur vísar til, eru einungis í
Kristnisögu, ekki í viðauka Landnámabókar.
En í inngangi Hafnarútgáfunnar af Kristnisögu kemur fram
hvernig hún finnst tengd við forn eintök af Landnámu [antiquis
Originum exemplaribus], og þá einnig í umræddu skinnhandriti, svo
að hæglega mátti líta á hana sem viðauka Landnámu [pro Appendice
Originum].
Þau fornu Landnámuhandrit sem Jón vísar til í lokin geta ekki önnur verið
en fyrsti hluti Hauksbókar (AM 371 4to) og eftirrit hans (AM 105 fol.,
með hendi Jóns Erlendssonar). Þar var Kristni saga vissulega rituð í beinu
framhaldi af Landnámu; það gat hún líka hafa verið í Resensbók og þannig
vill Jón skýra þá nafngift Árna að kalla hana jafnan „viðauka“ Landnámu.
Að bakvið þá nafngift leynist raunar Kristnisaga ályktar Jón af því að
upplýsingarnar, sem Árni sækir í þennan hluta Resensbókar, „eru ein ungis
í Kristnisögu, ekki í viðauka Landnámabókar“. Hér ber Jón saman ritin tvö
eins og þekktar stærðir. Hvað stóð í Kristni sögu vissi hann, eins og hann
segir, af útgáfum hennar, þ. e. Hafnarútgáfunni 1773 (sem hann vísar til
sérstaklega enda vann hann að henni sjálfur) og Skálholtsútgáfunni 1688. Og
10 Sama rit, iii, nmgr. 8, þýtt hér.
11 Eða Isl[andicarum] sem mun vera venjulegt orðalag Árna. Hér er lesið úr hverri styttingu
til samræmis við næsta dæmi um orðið óstytt í sama heiti. Liber originum Islandiæ var í titli
Landnámuútgáfu frá 1774 sem Jón hefur verið handgenginn og má vera að hann hafi lesið
úr handriti Árna undir áhrifum frá því heiti.
AF RESENSBÓK . . .