Gripla - 20.12.2011, Síða 164
GRIPLA164
hvað ekki stóð í viðauka Landnámabókar, það hlýtur hann að ráða á sama hátt
af útgáfum Landnámu á prenti, í Skálholti 1688 og í Kaupmannahöfn 1774,
en þær voru báðar gerðar eftir handritum af Skarðsárbókargerð þar sem
fylgir í lokin texti sem síðar var nefndur „Viðauki Skarðsárbókar“.12 Þessi
tvö rit, Kristnisaga og Viðauki Skarðsárbókar, skarast raunar að því leyti að
lokakafli Kristnisögu finnst einnig, í nokkru fyllri gerð, í Viðaukanum.
Í ritinu um Sæmund fróða vísar Árni fimm sinnum til Landnámu við-
aukans, sem hann svo nefnir, og eru vísanirnar þannig:13
(1) í Jóns sögu, í viðauka Landnámabókar á skinni og Kristnisögu
(2) pappírshandrit mitt af Hungurvöku, viðauki Landnámabókar á
skinni og Kristnisaga, bls. 22
(3) í viðauka Landnámabókar á skinni, Kristnisögu og Hungurvöku
(4) í viðauka Landnámabókar á skinni og Kristnisögu, bls. 24
(5) í Landnámabók, bls. 179, viðauka hennar á skinni og í Kristnisögu,
bls. 25
Öll þessi atriði þekkir Árni sem sagt úr Kristnisögu líka, eitt auk þess
úr Jóns sögu helga, tvö úr Hungurvöku og eitt úr Landnámu, nánar til-
tekið Viðauka Skarðsárbókar (sem hann vísar til með blaðsíðutali í Skál-
holtsútgáfunni 1688), enda er þarna um að ræða kaflann sem Viðaukinn
á sameiginlegan með Kristnisögu. Af henni notar Árni líka, eins og blað-
síðutölin sýna,14 prentaða gerð, þ. e. Skálholtsútgáfuna frá 1688.
Það er af þessum efnivið sem Jón Eiríksson ályktar að „viðauki Land-
námabókar á skinni“, þ. e. í Resensbók, sé ekkert annað en Kristnisaga
undir öðru nafni. Er þó óneitanlega torskilið hvernig Árni komst hjá því,
þegar hann talar sífelldlega um þennan viðauka í sama orðinu og hina
12 Í Skálholtsútgáfunni ber viðaukinn heitið „Appendix Edur vidbæter Søgunar“ (Skarðs árbók.
Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, útg. Jakob Benediktsson (Reykjavík: Háskóli
Íslands, 1958), 189 nm. Í Kaupmannahafnarútgáfunni (Islands Landnamabok. Hoc est Liber
originum Islandiae, útg. Hannes Finnsson (Kaupmannahöfn: Peter Frederik Suhm, 1774))
er viðaukinn á bls. 381–398, án fyrirsagnar en í formála og hlaupatitlum nefndur „mantissa“
(sem merkir viðbót, helst óþarfa). Í fræðilegri útgáfu Jakobs Benediktssonar (Skarðsárbók
1958) er viðaukinn á bls. 189–196 og er sú útgáfa notuð hér.
13 Í þýðingu Gottskálks Jenssonar: Árni Magnússon, „Ævi Sæmundar fróða,“ 143 (nr. 1), 144
(nr. 2–4) og 147 (nr. 5).
14 Og titillinn í tveim dæmunum, Christindoms-Saga (Árni Magnússon, „Vita Sæmundi mult-
iscii,“ iii, iv), en það er einmitt titill Skálholtsútgáfunnar. Annars notar Árni oftar latneskt
heiti sögunnar.