Gripla - 20.12.2011, Page 168
GRIPLA168
ari ályktunar, nefnilega að Landnámuviðaukinn í Resensbók, sem Árni
Magnússon vísar svo þráfaldlega til, hafi alls ekki verið Kristnisaga heldur
annars konar texti, skyldari Viðauka Skarðsárbókar. Sú niðurstaða verður
ekki endanlega sönnuð í þessari stuttu grein en reynt að rökstyðja hana sem
tilgátu þannig að a. m. k. beri að reikna með henni sem möguleika við hlið
hinnar hefðbundnu túlkunar. Hér verða í stuttu máli ræddar nokkrar hliðar
þessarar ályktunar, og þá hvort tveggja í senn: rök með henni og móti, og
hvaða afleiðingar hún hefur fyrir skilning á ritunum sem í hlut eiga.
Heitið Appendix
Hafi umræddur texti í Resensbók átt meira sameiginlegt með Viðauka
Skarðsárbókar en með Kristnisögu verður skiljanlegt af hverju Árni Magn-
ús son nefnir hann aldrei sömu nöfnum og hann notar um útgáfu eða handrit
Kristnisögu. En jafnframt blasir við af hverju Árni nefnir hann ævinlega
„Appendix“ (hvort sem heitið er að öðru leyti á íslensku eða latínu). Undir
því nafni, „Appendix eður viðbætir sögunnar,“ hafði Viðauki Skarðsárbókar
birst í Skálholtsútgáfu Landnámu, þeirri sem Árni hefur einmitt í höndum
þegar hann skrifar hjá sér vísanirnar til Landnámuviðaukans í Resensbók.
Þar notar hann sama heiti um sams konar rit. Í Resensbók sjálfri hefur við-
aukinn væntanlega ekki haft neina fyrirsögn, ekki fremur en hann hefur
í handritum Skarðsárbókar. Það er fyrst í Skálholtsútgáfunni sem honum
er gefið nafnið.28
Árni notar „Appendix“-heitið að vísu ekki um prentaða viðaukann í
klausu nr. 5 hér að framan. Þar vísar hann í Skálholtsútgáfu Landnámu
með bókartitli (reyndar þýddum á latínu) og blaðsíðutali og er þá óþarft að
taka fram í hvaða bókarhluta sú blaðsíða er. Handritin, sem ekki eru með
tölusettum síðum, er ekki hægt að vísa í á sama hátt.
Margfaldar vísanir í sama rit?
„Hefði Árni Magnússon virkilega notað tvö ólík heiti á tveimur meira
eða minna samsvarandi textum?“ Það er sú spurning Kupferschmied sem
ég reyni hér að svara neitandi. Meiri vafi er um hina spurninguna: „og
28 Skarðsárbók, 189 nm.