Gripla - 20.12.2011, Síða 171
171
Landnámuviðaukinn í Hauksbók
Í Viðauka Skarðsárbókar er sem sagt þessi ákveðni kafli (eða kaflar; þeir
eru nr. 9–12 í útgáfu Skarðsárbókar) skrifaður eftir Resensbók en var
einnig í Hauksbók. Mikið af öðru efni Viðaukans hefur einnig átt sér
samsvörun í Hauksbók, væntanlega í þessu sama bindi hennar, og er þá
ekki til að dreifa nema blöðum37 aftan við það sem Jón Erlendsson skrif-
aði upp. Til vitnis um það eru svonefndir Hauksbókarútdrættir sem Jón
Helgason hefur lýst rækilega.38 Þar er skráð ýmislegt efni úr Hauksbók,
sumt af því af blöðum sem nú eru týnd og hvergi til uppskrifuð. Af þeim
tíu köflum í Viðauka Skarðsárbókar sem ekki eiga samsvörun í uppskrift
Jóns Erlendssonar eftir Hauksbók eiga fimm eitthvað sameiginlegt með
útdráttunum, yfirleitt þannig að orðalag er svipað en texti útdráttanna
styttri, gæti verið styttur úr samhljóða texta og tekinn er upp í Viðaukann.
Auk þess hlýtur enn einn kafli Viðaukans að vera tekinn eftir Hauksbók
því hún er þar nefnd sem heimild á spássíu.
Af þessu mætti ætla að Hauksbók, sem ljóst er að Björn á Skarðsá hafði
undir höndum, hafi verið aðalheimild hans að Landnámuviðaukanum.
Sú er greinilega meining Jóns Jóhannessonar þegar hann bendir á tengsl
Viðaukans við Hauksbókarútdrættina. Á þeirri hugmynd eru þó a. m. k.
tvenn vandkvæði. Annars vegar væri sérkennilegt, ef Björn tæki Viðaukann
meira og minna eftir Hauksbók, að hann skuli geta hennar sem heimildar
við þennan sérstakan kafla. Við aðra kafla getur hann ekki heimilda, ekki
heldur þá sem ljóst er að hann tók eftir Resensbók, en tilfærir þar á einum
stað orðamun úr Hauksbók. Hitt vandamálið er að efnisröð Viðaukans
getur ekki verið eftir Hauksbók, því að kaflinn sem þar stendur aftast í
(eða aftan við) Kristnisögu kemur nálægt lokum Viðaukans, á eftir flestum
þeim köflum sem staðið hafa á hinum týndu lokablöðum Hauksbókar. En
37 Jón Helgason („Introduction,“ viii) bendir á að þetta efni hefði ekki rúmast á einu blaði
umfram þau sem Jón Erlendsson afritaði. Þar með hefur síðasta kverið í þessum hluta
Hauksbókar verið afbrigðilegt að stærð, ekki minna en níu blöð. En kveraskipting
Hauksbókar er ekki alveg regluleg svo að það fær vel staðist.
38 „Til Hauksbóks historie i det 17. århundrede,“ Opuscula 1 (1960): 1–48. Útdrættirnir
eru tengdir samantekt er nefnist Grænlandsannál og eignar Jón hvort tveggja Birni á
Skarðsá. Ólafur Halldórsson (Grænland í miðaldaritum, 280–292) færði síðar rök að því
að Grænlandsannál hafi Björn skrifað eftir frumriti Jóns Guðmundssonar lærða og munu
sömu rök eiga við um Hauksbókarútdrættina.
AF RESENSBÓK . . .