Gripla - 20.12.2011, Side 173
173
hann telur sig vita að hafi átt dvöl á Íslandi, hefur hann bætt inn í upptaln-
ingu Íslendingabókar á erlendum biskupum. Þennan kafla hefur Björn á
Skarðsá sem sagt tekið eftir Hauksbók af því að þar voru biskuparnir fleiri.
Síðan hefur hann bætt við sem sérstökum kafla því sem Resensbók hafði
rækilegra um suma biskupana.
Svo er líka í Viðauka Skarðsárbókar efni úr Hungurvöku en því hefur
Björn, eins og Jakob Benediktsson bendir á,43 aukið við síðar og ævinlega
getið heimildar. Viðauki Skarðsárbókar er sem sagt sóttur í þessar þrjár
heimildir: Resensbók, Hauksbók og Hungurvöku. Úr þeim hefur Björn
unnið með alveg skipulegum hætti, ekki valið sjálfur efni eða hafnað –
nema á einum stað sem nú skal vikið að.
Kaflarnir sem bara eru í Kristnisögu
Viðaukinn, sem Árni Magnússon vísar til í Resensbók, hafði samkvæmt
þessu að geyma mestallt efni prentaða viðaukans í Skálholtsútgáfu
Landnámu, og auk þess í sömu röð. Þar með talinn 18. kafli Kristnisögu.
En í Landnámuviðauka Resensbókar var eitthvað fleira, a. m. k. 14.–17.
kafli Kristnisögu sem Árni vísar þráfaldlega til en þeir kaflar finnast alls
ekki í Viðauka Skarðsárbókar. Þá vaknar sú spurning, ef Björn á Skarðsá
skrifaði viðaukann sem samsteypu eftir tveimur forritum á sama hátt og
Landnámu sjálfa, hvernig í ósköpunum honum varð það á að fella niður
þessa kafla sem þó stóðu í báðum forritunum. Þetta er raunar helsti ann-
markinn á þeirri skýringu sem hér er haldið fram. En svarið verður að vera
að Björn hafi litið á þessa kafla sem hluta af Kristnisögu (öndvert við 18.
kaflann) og talið þá þess vegna ekki eiga heima í Landnámabók.
Út frá kenningu Jóns Jóhannessonar, sem reiknar með að Björn á
Skarðsá hafi haft fyrir sér alla Kristnisögu bæði í Resensbók og Hauksbók,
er spurningin af hverju Björn tók ekki upp í Viðauka Skarðsárbókar annað
Kristnisöguefni en lokakaflann. Í því samhengi bendir Jón á að Hólamenn,
sem Björn vann fyrir, hafi áformað að safna saman biskupasögum og hafi
Björn þá ætlast til að Kristnisaga yrði hluti af því safni.44 Nú held ég að
Kristnisögu í heild hafi Björn einungis haft í Hauksbók, en í Resensbók
43 Skarðsárbók, xl.
44 Jón Jóh., Gerðir Landnámabókar, 18. Skýring Sveinbjarnar Rafnssonar, sem vikið er að í
nmgr. 34, stæðist betur ef Björn hefði notað Hungurvöku jafnóðum.
AF RESENSBÓK . . .