Gripla - 20.12.2011, Síða 175
175
Haukur væntanlega búinn að ákveða hvað síðasta kverið yrði stórt og hlaut
því að stytta til samræmis við það.
Í Viðauka Skarðsárbókar er líklega fátt skrifað eftir Hauksbók annað
en það sem henni er beinlínis merkt.46 Þá er Viðaukinn í öllum aðal-
atriðum skrifaður eftir Resensbók og gefur því allglögga hugmynd um
frumgerð Landnámuviðaukans, þá sem Haukur hefur líka unnið úr. Þessi
Landnámuviðauki er þá eiginlega „nýtt“ fornrit, samið ekki síðar en um
1300. Og sæmilega varðveitt; þó vantar í uppskrift Björns það efni sem
vitað er af tilvísunum Árna Magnússonar að var samstofna 14.–17. kafla
Kristnisögu. Ef þessir kaflar voru, eins og 18. kaflinn, styttri í Hauksbók
en í Landnámuviðauka Resensbókar, þá er sá texti farinn forgörðum sem
þar var umfram.
Hvað þá um Kristnisögu?
Það ætla ég að svo stöddu að segja sem minnst um. Ef hún var ekki
skráð í Resensbók – og þar með ekki í neitt þekkt miðaldahandrit annað
en Hauksbók – fellur þar með brott sú röksemd sem eindregnast tengir
Kristnisögu við Sturlu Þórðarson og Landnámugerð hans. Í því felst hins
vegar engin afsönnun, ekkert sem útilokar að forrit Hauks að Kristnisögu
hafi verið úr fórum Sturlu og þá jafnvel að Sturla hafi sett hana saman. Enn
síður getur þessi athugun um Resensbók breytt neinu um þann möguleika að
Kristnisaga hafi fylgt Landnámugerð Styrmis fróða, en hana hafði Haukur
einnig undir höndum og kynni að hafa fengið Kristnisögu með henni.47
Gætum þess þó, þegar spurt er um aldur, uppruna og varðveislu Kristni-
sögu, að hún samanstendur af ólíkum hlutum sem ekki er víst hve lengi
hafa átt samleið. Meginhluti hennar, kaflarnir 1–13, eru samstætt verk, sem
heild varðveitt í Hauksbók en einnig í bútum í Ólafs sögu Tryggvasonar
hinni mestu.48 Engin bein rök liggja til að neitt af þessu riti hafi staðið á
Resensbók.49 Síðasti kafli þess er dæmigerður sögulokakafli, gerir grein
46 Sjá nmgr. 40.
47 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð 25–32, telur að Kristnisaga hafi fylgt báðum Land námu-
gerðunum sem Haukur vann úr, Styrmisbók og Sturlubók; dregur hann þá ályktun af
mótsögnum í tímatali sögunnar. Þar með væri mögulegt að Styrmir hafi sett Kristnisögu
saman þótt ekki verði það fullyrt (sama rit, 164).
48 Nefnt „Kristni þættir“ í útgáfu Ólafs Halldórssonar í Íslenzkum fornritum XV.
49 Lokasetning þess í Hauksbók, „Svo hefir Ari hinn gamli sagt,“ eru fyrstu ummælin
AF RESENSBÓK . . .