Gripla - 20.12.2011, Page 176
GRIPLA176
fyrir ævilokum aðalpersónanna, Ólafs konungs Tryggvasonar og íslensku
kristniboðanna Þorvalds víðförla og Stefnis Þorgilssonar. Að öðru leyti
lýkur frásögninni með kristnitökunni. Fyrirsögnin „Hversu kristni kom
á Ísland“ á vel við þennan hluta Kristnisögu, hefur trúlega orðið til meðan
sagan náði ekki lengra.
Hér fylgja kaflar 14–17 (um níundi hluti sögunnar að lengd), frásögn af
íslensku kirkjunni í tíð farandbiskupa og síðan fyrstu Skálholtsbiskupanna,
Ísleifs og Gissurar.50 Þetta efni er náskylt Íslendingabók og óvíst að þar
sé byggt á neinni annarri heimild. Það endar, eins og fyrr segir, á mjög
formlegum sögulokum. Það þarf þó ekki að merkja að Kristnisaga hafi
nokkurn tíma endað þarna heldur eru þetta sögulok Íslendingabókar
– þó í nokkuð annarri útfærslu sé en í varðveittri gerð hennar. Þessir
kaflar hafa einhvern veginn ratað bæði inn í Kristnisögu Hauksbókar
og í Landnámuviðauka Resensbókar. Einfaldasta skýringin væri sú að
þeir hafi fylgt Landnámuviðaukanum frá upphafi en ekki Kristnisögu
fyrr en í Hauksbók. Haukur hefur þá, þegar hann ákvað að skrifa Land-
námuviðaukann í beinu framhaldi af Kristnisögu, umraðað köflum við-
aukans þannig að þetta efni kæmi í beinu framhaldi af Kristnisögu enda
fór prýðilega á því. Samkvæmt því hefði hvorki Sturla Þórðarson né neinn
annar sett saman Kristni sögu til þess að hún fyllti skarðið milli Landnámu
og Sturlungu. Hvort sú upprunaskýring er þess virði að gera hennar vegna
ráð fyrir flóknari sögu textans, það skal ekki rætt frekar hér.
Loks er það lokakaflinn, 18. kafli Kristnisögu, sá sem Haukur hafði
stytt tilfinnanlega en Björn á Skarðsá tekið upp eftir Resensbók. Sá kafli
er ólíkur öðrum, einkum að því leyti að atburðum er fylgt ári til árs og
tekin með fróðleikskorn (eins og um hvassviðri undir Eyjafjöllum) sem
lítið varða kirkju eða landstjórn. Hér virðist því stuðst við annál. Vel má
vera að þessi kafli hafi lengi fylgt efninu sem runnið er frá Íslendingabók,
jafnvel að hann sé úr smiðju Ara sjálfs ef hann skrifaði annál í framhaldi af
um Ara eða Sæmund í Kristnisögu og þau einu sem Árni Magnússon vísar ekki til
að standi í „Appendix“ Landnámu á Resensbók (eins og Ólafur Halldórsson bendir á,
„Rómversk tala,“ 464). Annars má vel vera að sú setning hafi upprunalega tilheyrt kaflanum
á eftir, eins og Sveinbjörn Rafnsson bendir á (Sögugerð Landnámabókar, 146) og Sigurgeir
Steingrímsson tekur undir („Kristni saga“, cxix–cxx). Þá ætti hún að hafa verið í frumgerð
Landnámuviðaukans en e. t. v. fallið niður í Resensbók.
50 Þar með nær frásögnin líka yfir meginhlutann af embættistíma Jóns helga á Hólum, en er
þó, eins og Íslendingabók, tíðindafá um kirkjustjórn hans. Það stingur í stúf við hina miklu
áherslu á norðlenskt efni í kristniboðshluta sögunnar.