Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 177
177
Íslendingabók. En hitt kæmi til greina líka að hann sé það síðasta sem bætt
var við Kristnisögu, væntanlega ekki fyrr en í Hauksbók, og þá óvissara
um aldur hans og uppruna.
Um niðurstöður þessarar greinar ber fyrst að játa að hún er engin fulln-
aðarrannsókn á tengslum Kristnisögu og Landnámuviðaukans. Vantar þar
m. a. á að engin rannsókn er gerð á handritum heldur er alfarið treyst á
textaútgáfur og skýringar útgefenda. Þá þyrfti miklu nánari samanburð við
rannsóknir á Kristnisögu – ekki síst rannsóknir Sveinbjarnar Rafnssonar –
til að draga um hana ákveðnar ályktanir á grundvelli þess hvort Resensbók
hafði að geyma meira eða minna af texta hennar. Hér hefur hins vegar verið
talað fyrir þeirri tilgátu – í framhaldi af ábendingu Ólafs Halldórssonar –
að meginhluti Kristnisögu hafi að öllum líkindum aldrei staðið á þeirri bók.
Jafnframt var bent á hvað af því megi þá álykta um Viðauka Skarðsárbókar,
þ. e. að hann sé fulltrúi fyrir Landnámuviðauka sem bæði hafi verið skrif-
aður í Hauksbók og Resensbók og hafi þá trúlega fylgt Sturlubókargerð
Landnámu frá upphafi eða því sem næst.
HEIMILDIR
Árni Magnússon. „Vita Sæmundi multiscii, vulgo froda, au[c]tore Arna Magnæo,
annotationibus aucta.“ Edda Sæmundar hinns fróda, I. bindi, útgefandi Jón
Eiríksson. Kaupmannahöfn: Legat Árna Magnússonar og Gyldendal, 1787,
i–xxviii [á eftir inngangi en með sjálfstæðu blaðsíðutali].
Árni Magnússon. „‚Ævi Sæmundar fróða‛ á latínu eftir Árna Magnússon,“ þýð-
andi og útgefandi Gottskálk Jensson. Í garði Sæmundar fróða. Fyrirlestrar frá
ráðstefnu í Þjóðminjasafni 20. maí 2006, ritstjórar Gunnar Harðarson og Sverrir
Tómasson. Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2008, 135–170.
Hauksbók. Udgiven efter de Arnamagnæanske håndskrifter…, útgefendur Eiríkur
Jónsson og Finnur Jónsson. Kaupmannahöfn: Det kongelige nordiske old-
skrift-selskab, 1892–1896.
Islands Landnamabok. Hoc est Liber originum Islandiae…, útgefandi Hannes
Finnsson. Kaupmannahöfn: Peter Frederik Suhm, 1774.
Íslenzk fornrit XV,I. Biskupa sögur I. Fyrri hluti – fræði. Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 2003.
Íslenzk fornrit XV,II. Biskupa sögur I. Síðari hluti – sögutextar. Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 2003.
Jakob Benediktsson. „Inngangur.“ Landnámabók. Ljósprentun handrita (Íslensk
handrit. Series in folio 7). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1974, v–
lxviii.
AF RESENSBÓK . . .