Gripla - 20.12.2011, Page 211
211
HAUKUR ÞORGEIRSSON
ÞÓRULJÓÐ OG HÁU-ÞÓRULEIKUR1
SAGNAKVÆÐIN eru kvæði undir fornyrðislagi sem varðveitt eru í hand-
ritum frá 17. öld og hef ég áður fjallað nokkuð um eðli þeirra og aldur
(Haukur Þorgeirsson 2010). Niðurstaða mín er að þau elstu séu allgömul,
sennilega frá 14. öld, og sverji sig í ætt við hin kvenlegu Eddukvæði. Í þess-
ari grein er fjallað nánar um eitt sagnakvæðanna, Þóruljóð, og texti þess gef-
inn út. Rökstutt er að Þóruljóð séu tengd hinum ærslafulla Háu-Þóruleik
sem heimildir eru um frá 17. öld og síðar.
Varðveisla Þóruljóða
Þóruljóð eru, svo að mér sé kunnugt, varðveitt í heild sinni í tíu handritum
og hef ég gert samanburð á þeim öllum. Segja má að eftirfarandi sjö hafi
textagildi:
G = AM 147, 8vo
B = Add. 11.177
V1 = NKS 1141, fol
V2 = JS 405, 4to
T = Thott 489, 8vo III
I = JS 80, 8vo
Auk þess er kvæðið varðveitt í JS 126, fol (eftirrit af B), JS 406, 4to (upp-
skrift Jóns Sigurðssonar á V1 með orðamun úr G) og JS 581, 4to (runnið frá
G en varla beint eftirrit af því).
Eitt erindi er varðveitt í orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, undir
flettunni ‘bera’ (J = AM 433, fol II.1 77v–78v). Skyldleiki þess handrits
við önnur verður ekki ákvarðaður. Skyldleika hinna handritanna má sýna í
stemma á eftirfarandi hátt.
1 Þessi rannsókn var unnin í tengslum við verkefnið „Samspil bragkerfis, hljóðkerfis og setn-
ingagerðar“ sem styrkt var af Rannsóknasjóði Rannís 2009-11 (verkefnisstjóri: Þórhallur
Eyþórsson). Ég vil þakka Aðalheiði Guðmundsdóttur, Helga Skúla Kjartanssyni og ritrýn-
endum Griplu fyrir góðar ábendingar.
Gripla XXII (2011): 211–227.