Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 218
GRIPLA218
vegar geta bæði orðin haft þungt fyrra atkvæði og kallast þá A-línur. Hins
vegar getur fyrra orðið haft bæði atkvæðin þung og seinna orðið haft fyrra
atkvæðið létt. Það kallast A2k-línur. Í Þóruljóðum er 51 tvisvar tvíkvætt
vísuorð og skiptast þau í 42 A-línur (t. d. 4.8 ‘ættar bæter’ og 21.5 ‘fludu
atta’) og 9 A2k-línur (t. d. 1.2 ‘Þolleifs gieted’ og 20.4 ‘handlaug bera’). Öll
þessi vísuorð fylgja sem sagt fornum reglum og sýnir það að Þóruljóð eru
ort fyrir hljóðdvalarbreytingu.
Í Þóruljóðum hafa þau vísuorð sem ekki hafa –r endingar að meðaltali
atkvæðafjöldann 4,55 (4,45–4,65).2 Þau vísuorð sem innihalda –r end-
ingar hafa að meðaltali atkvæðafjöldann 4,42 (4,22–4,62) ef –r er reiknað
óatkvæðisbært. Ef –r er reiknað atkvæðisbært hafa þessi vísuorð að með-
altali atkvæðafjöldann 5,50 (5,26–5,74). Af þessu er eðlilegt að draga þá
ályktun að –r sé ekki atkvæðisbært í Þóruljóðum. Ég þekki engin kvæði ort
eftir 14. öld sem svo er háttað um.
S-stuðlun er það kallað þegar ‘sn’ eða ‘sl’ stuðlar við ‘s’. Hvort tveggja
kemur fyrir í Þóruljóðum.
17.5–6 skallttu hiä þier snöt / sitja läta
20.7–8 situr snot j sal / med silke fallde.
21.3–4 þar ed snot j sal / sitia skyllde
25.7–8 slykar hnosser / sied nie att hafa.
Einhver gæti sagt að einn stuðull sé nægjanlegur í fornyrðislagslínu og þess
vegna séu seinni tvö dæmin óvissari. En í vísuorðum með uppbyggingu
eins og 20.7 og 21.3 (B-línur í bragfræðikerfi Eduards Sievers) ber fyrra
risið nánast undantekningalaust stuðul, einkum ef það er nafnorð (Sievers
1893, 38, 70). Í Þóruljóðum sjálfum eru 9 önnur dæmi um þetta (3.7, 10.7,
12.3, 14.7, 16.1, 17.7, 18.7, 20.3 og 26.3) og ekkert mótdæmi. Fjögur dæmi
eru því í Þóruljóðum um s-stuðlun og er það allskýr vitnisburður. S-stuðlun
er algeng í íslenskum skáldskap fram á 14. öld en mjög sjaldgæf eftir það
(Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010, 278 og víðar).
Bæði að fornu og nýju gildir í íslenskum prósa sú regla að persónubeygð
sögn verður að vera fyrsti eða annar setningarliður þeirrar setningar sem
hún stendur í. Í fornum kveðskap gildir hins vegar önnur regla en hana
2 Meðaltalstölurnar eru sýndar með hefðbundnum tölfræðilegum óvissumörkum (þ. e. a. s.
95%-öryggisbilum miðað við normaldreifingu).