Gripla - 20.12.2011, Síða 221
221
Háu-Þóruleikur
Elsta varðveitta heimild sem nefnir Háu-Þóruleik er Crymogæuþýðing
frá 17. öld en þar er aðeins nafnið tómt að finna. Háu-Þóru er næst getið í
Skautaljóðum Guðmundar Bergþórssonar (d. 1705):
Af Háu-Þóru hygg eg víst
hafa þær lært þó eigi sízt;
oft er það, þá um hún býst,
áfram slútir skautið þrýst. (Jón Samsonarson 1964, clxxxiv og áfram)
Einu ítarlegu heimildirnar um Háu-Þóruleik eru í handritum frá 19. öld.
Elst og greinarbest er ritgerðin Niðurraðan og undirvísan hvurninn gleði
og dansleikir voru tíðkaðir og um hönd hafðir í fyrri tíð og kann hún að vera
samin á síðari hluta 18. aldar. Leiknum er þar lýst svo:
[Þ]að er tekinn staur tveggja álna langur, so sem rekutindur að gild-
leika. Hönum er skautað, og yfir um hann er vafið með trafi, og lafir
langt skott niður, því staur er látinn yfir hinn staurinn og bundinn
fast við. Þar er og hengt á stórt lyklakerfi. Síðan er bundið um
kragann á kvenhempu, og fer þar maður undir. Svunta er höfð að
framan og málindakoffur yfirdregið, og þegar goðið er so tilfansað,
fer maður undir hempuna, heldur um staurinn og pikkar í hallinn
eða gólfið. Þá hann kemur í dyrnar, leggur hann staurinn hæversk-
lega flatan og læðist milli fóta flestra þeirra er kring standa svo hægt
sem hann getur, en úr þessu raknar hann við og springur um allt
húsið svo langt sem staurinn nær upp í rafta, hristir og hringlar, so
bæði brjálast og brotnar lyklar og listar. Skjaldmeyjar leika henni til
beggja hliða. Þær láta öllum látum illum. Háa-Þóra þeytir sér upp á
palla, gjörir þar óskunda so liggur við meiðsli. Ekki gefur hún heldur
frían dansmanninn. Hann hefur nóg að verja andlitið fyrir hennar
drætti og slætti, en þegar hún sefast, snáfar hún út og stingur öllum
reiðanum aftur á milli fóta sér umsnúnum og sundurflakandi. Hafa
þá brotnað pör og lyklar úr lagi gengið. Flestir kveða níð og narrarí
við dansinn, so sem:
ÞÓRULJÓÐ OG HÁU-ÞÓRULEIKUR