Gripla - 20.12.2011, Page 222
GRIPLA222
Eg sá eina falda fokku,
so fallega hún spann.
Óþokkinn lyfti sér upp aftan. (Jón Samsonarson 1964, lxiii)
Öðrum heimildum, svo langt sem þær ná, ber í aðalatriðum saman við
frásögnina í Niðurraðan.5
Líkindi með leiknum og kvæðinu
Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson málari sendi Jóni Sigurðssyni þann 25.
apríl 1865 er stutt klausa um vikivakaleiki sem hljóðar svo:
Um vikivaka hefi eg ekkert sèð, enda væri það orðið of seint. Mèr
dettur að eins í hug Þórhildar- eða Háu-Þóru-leikurinn, að hann
kynni að hafa sinn uppruna frá Þóru-ljóðum, sem þèr eflaust þekkið,
og sem eru gjörð í líkum anda og Kötlu-draumur; þar er talað um
háa konu eða tröllkonu, er hèt Þóra. (Matthías Þórðarson 1931, 98)
Sigurður hygg ég að hafi nokkuð til síns máls um tengsl Háu-Þóruleiks og
Þóruljóða. Hér tel ég það sem mér sýnist líkt með þessu tvennu:
1. Konan heitir Þóra. Nafnið er bæði í heiti kvæðisins og fjórum sinnum í
því sjálfu (14.5, 19.1, 21.8, 25.1).
2. Konan er mjög há. Á þessu er þrástagast í kvæðinu, Þóra er kölluð
‘gÿgur’ (7.5), ’ad øllu hærre enn kallmenn’ (10.3–4) og ‘digur og hä dros’
(16.1–2). Talað er um ‘häfar bruder’ (9.7) og ‘häfa hladgrund’ (10.5–6). Hún
þarf rúm á við þrjá (21.1–4) og skikkja Þorkels tekur henni ‘skamt ofann’
(22.8). Þorkell ávarpar hana svo:
11. Mær munttu vera
manna störra
þu hefur driugmikid
ä deige vaxid
mig hafa hldar
hafann kallad
5 Auk rits Jóns Samsonarsonar er gerst ritað um Háu-Þóruleik hjá Terry Gunnell 1995 og
2007, og Ólafi Davíðssyni 1894, 137–140. Einnig er athuganir að finna hjá Sveini Einarssyni
1991, 102–106 og Strömbäck 1953.