Gripla - 20.12.2011, Qupperneq 230
GRIPLA230
Allir vitnisburðir um rithönd Ásgeirs Jónssonar sýna klárlega að skrifar-
inn hafði margar skriftartegundir á valdi sínu en þrátt fyrir það lýsir Kristi-
an Kålund rithönd Ásgeirs sem „en smuk, noget stiv halvfraktur” (1916,
XXXII). Fjöldinn allur af sagnahandritum og bréfauppskriftum sýnir að
málið er öllu flóknara vegna þess að skrifarinn beitti skriftarlegum aðferð-
um (e. a calligraphic technique) í mismunandi mæli eftir því hvernig hann
ætlaði skriftinni að líta út. Hér er því ætlunin að varpa ljósi á skriftarteg-
undir Ásgeirs Jónssonar samkvæmt nýjum mælikvörðum í skriftarfræðum.
Um leið er leitað svara við því hvenær og við hvaða kringumstæður hann
hefur notað þær í skrifarastarfi sínu.
Æviágrip Ásgeirs Jónssonar
Ásgeir var sonur Jóns lögréttumanns Jónssonar á Gullberastöðum í Lund-
arreykjadal og konu hans Guðrúnar Ásgeirsdóttur frá Signýjarstöðum
í Hálsasveit, Björgólfssonar.2 Fæðingarár hans er ekki vitað með vissu
en ef til vill fæddist Ásgeir á Gullberastöðum um 1657, ef rétt er til getið
(Æfir III: Ásgeir Jónsson, bls. 1, sbr. bl. 4), og bróðir hans Þorsteinn um
1661 (Páll Eggert Ólason 1948–52, V:214, sbr. Sýslumannaæfir 1881–1932,
III:393–94). Þeir voru báðir fæddir áður en hjónin fluttust að Hjalla í Ölf-
usi um 1677 samkvæmt upplýsingum um vitnisburð þeirra á Alþingi í til-
efni af kvisi og ófrægð sem þau urðu fyrir í Borgarfirði um haustið (Már
Jónsson 2009, 283, sbr. Alþingisbækur 1944–48, VII:433 og VIII: 197–98).
Jón faðir Ásgeirs var lögréttumaður og sennilega í hópi heldri bænda. Már
Jónsson (2009, 283) segir jafnframt: „nokkur fróðleiksþorsti var á heim-
ilinu, því árið 1673 fékk Guðrún að gjöf nýlegt handrit með sögum Nor-
egskonunga og ágripi Íslendingasagna (AM 131 4to) en Jón tók saman ætt-
artölur” (sbr. Ólaf Halldórsson 1958–2000, III:ccliii og AM Fortegnelse,
77). Hjónin sendu báða syni sína í Skálholtsskóla. Ásgeir fór þangað árið
1672 og var útskrifaður af Ólafi skólameistara Jónssyni árið 1679 (Æfir III:
Ásgeir Jónsson, bls. 1). Skýrsla Árna Magnússonar um handritið Holm
2 Frekari upplýsingar um hjónin er að finna í Sýslumannaæfum (1881–1932, III:104, 393–94)
og koma þær úr Fitjaannál (JS 2 fol.). Þar eru miklar ættartölur og koma þær úr annál
Jóns Sigurðssonar, bartskera á Káranesi í Kjós, sem brann í Kaupmannahöfn 1728 (Æfir
III: Ásgeir Jónsson, bls. 4). Jón, afi Ásgeirs, er talinn vera sonur Teits prests í Lundi
Péturssonar en ætterni Guðrúnar er ekki rakið nánar en sagt er að ofan.