Gripla - 20.12.2011, Qupperneq 231
231
papp. fol. nr. 22, Húsafellsbók, (AM 317 4to, sjá AM Levned, II:158–59)
gefur til kynna að Ásgeir hafi farið í þjónustu Þorsteins Þórðarsonar á
Skarði að loknu námi, ef til vill milli 1682 og 1684 eða jafnvel fyrr (sbr. Æfir
III: Ásgeir Jónsson, bls. 7). Miður er að ekkert er vitað um starfsemi hans
hjá Þorsteini nema að hann tók eftirrit af ofannefndri Húsafellsbók sem
hefur þó farið forgörðum. Allir vitnisburðir um Íslandsár Ásgeirs eru því
glataðir, að því best er vitað, vegna þess að handritið AM 773 b 4to getur
ekki verið frá því áður en hann fór til Kaupmannahafnar og JS 7 fol. og NB
Oslo 313 fol. eru ekki með hendi Ásgeirs.3
Hinn 24. apríl 1686 fékk Ásgeir Jónsson uppreisn æru fyrir barnsgetn-
að utan hjónabands (Magnús Ketilsson 1787, 276) og var þetta tvímælalaust
örlagaríkasti atburðurinn í lífi hans. 3. ágúst sama ár skrifaði Þórður bisk-
up Þorláksson í Skálholti meðmælabréf með honum til háskólans í Kaup-
mannahöfn (Æfir III: Ásgeir Jónsson, bls. 1).4 Ætla má að Ásgeir hafi siglt
til Danmerkur síðla sumars eða árla hausts, en ekkert er vitað um hann fyrr
en hann var skráður í stúdentatölu háskólans þar hinn 19. nóvember 1686
(Æfir III: Ásgeir Jónsson, bls. 1, Bjarni Jónsson 1949, 47–48). Upplýsingar
um háskólaferil Ásgeirs skortir5 og ekki er heldur vitað hvernig hann og
Árni Magnússon kynntust en sama haust fékk Árni hann til aðstoðar við
sig.6 Skrifarastarf Ásgeirs hófst þá um leið, sennilega með afritun skinn-
3 Páll Eggert Ólason (1918–37, II:454–55) telur JS 7 fol. vera með hendi Ásgeirs og skrifað
1680, en skriftin líkist í engu rithendi hans eins og Jón Helgason (1938–78, I:55) benti á.
Auk þess segir Jón að skriftin sýni að handritið sé ekki eldra en frá því á fyrri hluta 18. aldar.
Jon Gunnar Jørgensen (2007, 143) telur að NB Oslo 313 fol. hafi verið skrifað á Íslandi og
að rithöndin á Sverris sögu sé Ásgeirs, en Már Jónsson (2009, 283–84) útilokar það. AM
773 b 4to er með hendi Ásgeirs en ekki skrifað árið 1680 þótt svo standi á sjálfu handrit-
inu, „strikað er yfir ártalið, og handritið hlýtur að vera skrifað 1688 fremur en 1698)‟ (Már
Jónsson 2009, 284).
4 Eftirrit af því bréfi er í Bréfabók Þórðar biskups Lbs 293 8vo og einnig í Lbs 313 4to. Þar
er tekið fram hve lengi Ásgeir hafi verið í Skálholtsskóla og hvenær hann útskrifaðist (Æfir
III: Ásgeir Jónsson, bls. 4).
5 Hugsanlegt er að Ásgeir hafi ætlað að mennta sig í sagnfræði því að Bjarni Jónsson
(1949, 47–48) getur þess að einkakennari hans hafi verið „D. Olig. Iac.‟ sem er sennileg-
ast (Doktor) Holger Jacobæus, prófessor í sagnfræði og landafræði, og síðar einnig
aðstoðakennari í læknisfræði frá 1681 (DBL 1933–44, XI:346–47).
6 Már Jónsson (2009, 284) segir að „hafi hann [þ.e. Ásgeir] verið á Skarði um sumarið [1686]
hljóta þeir Árni Magnússon að hafa kynnst‟, en þar sem Árni var ekki þar, má hugsa sér að
þeir hafi kynnst í gegnum Holger Jacobæus sem var mágur Thomasar Bartholins vinnuveit-
anda Árna (DBL 1933–44, XI:346–47).
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR