Gripla - 20.12.2011, Page 233
233
afar vel við sagnaritarann. Í þjónustu hans var Ásgeir tæp 18 ár og skrifaði
upp úr handritum og bar þau saman.
Þrátt fyrir stöðu sína sem konunglegur sagnaritari átti Þormóður oft í
vandræðum með að fá laun sín borguð og reyndi því alveg frá upphafi að
koma Ásgeiri í öruggara embætti, eins og sjá má víða í bréfum hans (t. d.
AM 282 fol., bl. 226–27, AM 283 fol., bl. 30–31). Árið 1697 virðist Ásgeir
hafa fengið tækifæri til að hljóta betri stöðu. Í febrúarmánuði skrifar sænsk-
ur ráðsmaður, Johann Andreas Utterklo, til Þormóðs og biður að „gefa sér
andledning um einn Islendchann i Gvendar Olafssonar stad”12 (Kålund
1916, 132, sbr. AM 283 fol., bl. 141–49). Vorið 1697 voru Ásgeiri boðnir
500 silfurdalir í laun handa sjálfum sér og 200 til aðstoðarmanns og í kjöl-
farið fór hann til Kaupmannahafnar til að ræða við Svía. Samningaviðræður
stóðu allan veturinn en urðu að engu vegna þess að Ásgeiri þóttu launin of
lág. Í apríl fór hann aftur til Noregs og leit Þormóðs að tryggri stöðu fyrir
Ásgeir hófst að nýju. Veturinn 1704–5 sendi Þormóður Ásgeir til Kaup-
mannahafnar, m.a. í tilraun til að útvega honum einhverja stöðu. Hinn 10.
mars fékk Ásgeir sorinskrifaraembætti í Noregi, fyrst í Akursamti og síðan
í Smálénum (Æfir III: Ásgeir Jónsson, bls. 6). Hann kvæntist á þeim tíma
hinni norsku Birgitte Brunow og sinnti sorinskrifarastarfinu í tvö ár. Hann
lést barnlaus í Askim á Austfold 27. júní 1707.
Finnur Jónsson telur hann þó ekki hafa látist fyrr en 1716 (Salmon.
Konv. Leks.:XIII, 159) og er vísbending þessa efnis í Thott 1768 4to með
hendi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Ekki er vitað hvernig Jón komst að
þessari niðurstöðu en í bréfi frá Magnúsi Arasyni til Árna Magnússonar
dagsettu 18. apríl 1710 fjallar Magnús um „document Sal. Aasgeirs [Jóns-
sonar]” (Kålund 1920, 17) og bendir það til þess að upplýsingar Jóns séu
rangar.
Handritaframleiðsla
Hér verða ekki tíunduð öll þau handrit sem Ásgeir Jónsson skrifaði enda er
hægt að nálgast upplýsingar um þau í grein Más Jónssonar ‘Skrifarinn Ás-
geir Jónsson frá Gullberastöðum í Lundarreykjadal’ (2009). Aðeins verður
12 Guðmundur var skrifari í Collegium Antiquitatis í Uppsölum, hann dó 20. desember 1695
(Páll Eggert Ólason 1948–52, II:173).
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR