Gripla - 20.12.2011, Page 235
235
ritum, eða 18 alls.13 Þá skrift kallar hún hina „sjælden“ (1960a, LIII) eða
„mere ‘membranagtige’ fraktur“ (1960b, 212) vegna þess að samkvæmt
henni líkist þessi skrift leturgerð í skinnbókum frá miðöldum. Sýnishorn
af henni er tekið úr AM 77 a fol. (1960b, 2. mynd).
Við fyrstu sýn virðist þrískipting rithanda Ásgeirs Jónssonar vera rétt
en þegar bréfabækur Þormóðar eru athugaðar stenst skoðun Loth varla og
virðist ekki hægt að segja að skriftin í þeim sé sú sama og í AM 142 fol. (sbr.
sýnishorn 9.1 og 2 í greinarlok). Ef til vill stafar þessi skoðun Loth af því að
hún notaði ekki skriftarfræðileg einkenni við greiningu sína heldur hand-
ritafræðileg og heildarútlit blaða hefur því ráðið mestu um niðurstöðuna.
Vegna þess kemur ekki að óvart að samkvæmt athugun hennar hafa handrit
í arkarbroti, svo sem bréfabækurnar og AM 142 fol., sam eiginleg einkenni
sem greina þau frá minni handritum. Til dæmis eru langflest handrit með
svokallaðri „halvfraktur”-skrift í 4to stærð. Einnig virðist sem halli skrift-
arinnar hafi haft áhrif á skoðun Loth. Mun æskilegra er hins vegar í nútíma
skilgreiningu á skrift að grundvalla niðurstöðuna ekki „on general impress-
ions or on the observation of the supposed writing technique, ductus or
‘tratteggio’, but on the letter forms“ (Derolez 2003, 20) eins og í kerfi hol-
lenska skriftarfræðingsins Gerard I. Lieftincks sem fjallað verður um hér
á eftir. Það kerfi nær þó eingöngu yfir skrift í miðaldahandritum og þarf
þess vegna nokkra aðlögun til að eiga við skrift Ásgeirs Jónssonar, sem var
uppi á 17. öld.
Kerfi Lieftincks byggist á stafagerð tveggja stafa og eins stafahluta. 1. a,
sem getur verið tvíhólfa ⟨a⟩ eða einshólfs ⟨ɑ⟩. 2. formgerð f og hátt-s, sem
geta farið undir grunnlínuna ⟨ƒ, ⟩ eða ekki ⟨f, ſ⟩. 3. formgerð háleggjanna,
sem geta verið með belgjum til hægri eða belgjalausir (Lieftinck 1954, 15–
34, sbr. Gumbert 1974, 199–209). Kerfi Lieftincks gerir grein fyrir þrem-
ur aðalskriftartegundum, ‘textaskrift’ (Textualis), ‘léttiskrift’ (Cursiva) og
13 Handritin eru að hennar mati: 1. AM 77 a fol. (þó aðeins til bl. 175v); 2. AM 202 f fol.; 3.
AM 66 4to; 4. AM 301 4to; 5. AM 303 4to; 6. AM 311 4to; 7. AM 448 4to; 8. AM 501 4to;
9. AM 503 4to; 10. AM 505 4to; 11. AM 508 4to; 12. AM 517 4to; 13. AM 559 4to; 14. AM
566 b 4to; 15. AM 1008 4to (á bl. 1–11v og 96r–102v); 16. Thott 1768 4to (á bl. 176r–208r);
17. NB Oslo 371 fol.; 18. JS 435 4to (á bl. 1–33v) (Loth 1960b, 207–208). Listinn er þó ófull-
nægjandi og fleiri handrit sýna þá rithönd. Stefán Karlsson (1970b, 297) nefnir eitt handrit í
viðbót í umfjöllun um hið glataða handrit Vatnshyrnu og er það ÍB 225 4to. Hubert Seelow
(1977, 659) nefnir fleiri dæmi í Thott 1768 4to og virðist sem AM 70 fol. sé einnig með
þessari rithönd (Jørgensen 2007, 238). Auk þess eru kverin fjögur í áðurnefndu Lbs 1562
4to með þessari skrift.
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR