Gripla - 20.12.2011, Síða 236
GRIPLA236
‘blendingsskrift’ (Hybrida). Textaskrift einkennist af tvíhólfa-a, belgja-
lausum háleggjum, f og háu-s sem fara ekki undir grunnlínuna. Léttiskrift
einkennist af einshólfs-a, belgjum á háleggjum, f og háu-s sem fara undir
grunnlínuna. Blendingsskrift blandar saman formgerðum textaskriftar
og léttiskriftar og einkennist af einshólfs-a, belgjalausum háleggjum og f
og háu-s sem fara undir grunnlínuna. Í kerfi sínu gerir Lieftinck einnig
grein fyrir gæðum skriftarinnar og getur þess að skriftin geti verið form-
leg (Formata) eða á ‘settastigi’, í meðallagi (Libraria) eða á ‘bókastigi’, eða
óformleg (Currens) eða á ‘skjótastigi’ (Lieftinck 1954, 15–34, sbr. Gumbert
1974, 199–209). Eins og Derolez (2003, 21) bendir á er heitið ‘bókastig’
villandi vegna þess að kerfi Lieftincks á aðeins við skrift sem er að finna í
handskrifuðum bókum en aldrei við skrift á bréfum og skjölum. Því væri
æskilegra að fá heiti um þetta stig að láni úr kerfi Browns og kalla það
‘millistig’ (Media). Derolez getur þess einnig að kerfi Lieftincks
can account only very partially for the extremely rich variety of
forms and styles, and it only works well for fourteenth- and fif-
teenth-century manuscripts from the Low Countries, the greater
part of France and, to a more limited extent, Germany. Turning it
into a European system, applicable to the main kind of scripts in the
various countries during the last three centuries of the Middle Ages,
requires an expansion (Derolez 2003, 23).
Hann bætir þess vegna nokkrum skriftartegundum við. Þær eru
‘hálfblendingsskrift’ (Semihybrida) sem einkennist af einshólfs-1. a,
belgjalausum háleggjum stundum en stundum með belgjum og f og
háu-s sem fara undir grunnlínuna (Derolez 2003, 163–75).14
‘hálftextaskrift’ (Semitextualis) sem einkennist af einshólfs-2. a,
belgjalausum háleggjum, f og háu-s sem fara ekki undir grunnlínuna
(Derolez 2003, 118–122).
‘árléttiskrift’ (Cursiva Antiquior) sem einkennist af tvíhólfa-3. a, belgj-
um á háleggjum, f og háu-s sem fara undir grunnlínuna (Derolez
2003, 23).
14 Gildi belgja í þessari skrift er þó ekki víst og vegna þess fjallar Derolez um blendingsskrift
og hálfblendingsskrift í sama kafla í bók sinni (2003, 163–175).