Gripla - 20.12.2011, Page 237
237
Með viðbót Derolez verður kerfi Lieftincks gott og gilt fyrir flestar teg-
undir bókarskriftar frá 12. öld fram á fyrri hluta 16. aldar. Kerfi Lieftincks
með viðbót Derolez nægir þó ekki til að lýsa fjölda gotneskra skriftarteg-
unda í íslenskum handritum á síðari öldum vegna þess að rannsóknir þeirra
eiga einungis við um skrift í handskrifuðum bókum á meginlandi Evrópu
en framleiðslu þeirra lauk snemma á 16. öld þegar prentaðar bækur leystu
handritin af hólmi. Vitað er hins vegar að á Íslandi hélt handritaframleiðsla
velli fram á 19. öld.
Hitt vandamálið er að gotnesk skrift hélt áfram að þróast á skjölum frá
ríkisskrifstofum og í bréfum áður en húmanísk skrift leysti gotnesku skrift-
ina af hólmi. Þessar skriftartegundir, sem eiga uppruna sinn í Þýskalandi,
koma oft fram í íslenskum handritum frá því um miðja 16. öld og fram á 19.
öld hjá sumum skrifurum. Þess vegna þarf að bæta nokkrum skriftarteg-
undum við aðlagað kerfi Lieftincks eins og Guðvarður Már Gunnlaugsson
gerir í bók sinni (2007), þ.e. ‘ár- og síðfljótaskrift’ (þý. Kurrentschrift) sem
er þróun síðléttiskriftar, ‘kansellískrift’ og ‘kansellíbrotaskrift’ (þý. Kanz-
leischrift, sbr. ‘kancelliskrift’ og ‘kancellifraktur’ hjá Kroman 1964, 25–26)
sem eru þróun (hálf)blendingsskriftar. Aðeins með þessari viðbót er hægt
að gera grein fyrir ólíkum rithöndum Ásgeirs Jónssonar.
Endurskilgreining á rithöndum Ásgeirs Jónssonar
Samkvæmt athugun sem fer eftir aðlöguðu kerfi Lieftincks skrifaði Ásgeir
tvær skriftartegundir, aðra í sagnahandritum og hina í bréfabókum. Skrift
Ásgeirs í bréfabókum einkennist af einshólfs-a, belgjum á háleggjum, f og
háu-s sem fara undir grunnlínuna og væri þess vegna síðléttiskrift. Skrift-
araðferðir Ásgeirs Jónssonar í bréfauppskriftum eru að öllu samkvæmt
léttiskriftarmunstri, það sem á ensku nefnist ‘with a cursive ductus’. Hér
á léttiskriftarmunstur við aðferðirnar sem beitt er og samkvæmt Derolez
hefur ‘cursive’
a technical meaning and is applied to scripts in which rapidity of
execution is the primary, if not the only, intention of the writer.
The opposite of cursive script in this sense is calligraphic script. In
its second meaning, the term is applied to a series of script types
deriving from this ‘technical cursive’ (what Muzerelle calls ‘cursive
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR