Gripla - 20.12.2011, Page 241
241
Rithöndin sem Ásgeir Jónsson notaði í bréfabókum Þormóðs Torfa-
sonar er mun óformlegri en sú sem hann notar í sagnahandritum og form-
væðing skriftarinnar svo til engin. Ætla má að Ásgeir hafi notað bókaskrift
í uppskriftum og skjalaskrift í bréfabókum en svo virðist sem Íslendingar
hafi haft slíka aðgreiningu mjög lítið í huga frá því á miðöldum. Aðgrein-
ingin verður enn óljósari þegar komið er fram á miðja 16. öld er nýrri gerð
síðléttiskriftar barst til Íslands frá Danmörku og Þýskalandi. Sú skrift, sem
heitir fljótaskrift, var upprunalega notuð á skjöl frá ríkisskrifstofum og í
opinberum bréfum. Íslendingar tóku upp eldri gerð fljótaskriftar (árfljóta-
skrift), fyrst í hversdagslegri notkun og í eigin ritum (kveðskap, textaskýr-
ingum o. þ. h.), en fóru seint á 17. öld einnig að nota nýrri gerð (síðfljóta-
skrift) í uppskriftum (sbr. Guðvarð Má Gunnlaugsson 2002, 70). Þessa
rithönd Ásgeirs þarf að athuga betur, sérstaklega í sambandi við skriftarteg-
undir sem hann notaði í sagnauppskriftum og verður það gert hér, en fyrst
verða tíndar til frekari athugasemdir um kansellískriftar- og kansellíbrota-
skriftarrithendurnar.
Rithendur, forrit og tímabil
Í grein sinni ‘Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter’ fjallaði Agnete Loth
(1960b) um tengsl milli rithanda Ásgeirs Jónssonar og forrita hans en þar
lagði hún einnig fram tilgátu um undir hvaða kringumstæðum og á hvaða
tímabili Ásgeir hafi notað hina „mere ‘membranagtige’ fraktur”, þ. e. a. s.
kansellíbrotaskrift. Loth getur þess að í Ólafs sögu helga (AM 77 a fol.) og í
Fóstbræðra sögu (í Thott 1768 4to) sé hluti sagnanna skrifaður með kansellí-
brotaskrift en efni sem aukið er í eftir öðrum forritum með óvandaðri kans-
ellískrift. Aðalhandritin eru í báðum tilvikum skinnbækur og samkvæmt
Loth voru skinnbækur forrit allra 18 handritanna sem hún hefur fundið með
kansellíbrotaskrift með hendi Ásgeirs (sbr. 13. neðanmálsgrein).
Afrit beint eftir AM 132 fol. eru AM 505, 508, 566 b 4to og AM 1008
7 4to og Droplaugarsona saga í JS 435 4to. Sá hluti Fóstbræðra sögu sem
stendur á bl. 176r til 208r í Thott 1768 4to telur Loth hins vegar að sé kom-
inn frá millilið.17 Ásgeir skrifaði eftir Möðruvallabók fyrir Árna, á árunum
17 Sömu skoðunar er Björn K. Þórólfsson (1925–27, XVI) en Jónas Kristjánsson (1972, 16)
telur að sagan sé skrifuð beint eftir Möðruvallabók. Síðari hlutinn er hins vegar eftir AM
566 a 4to sem er afrit af glötuðu skinnbókinni R (sbr. Loth 1960a, XXIX–XXXII). Einnig
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR