Gripla - 20.12.2011, Page 243
243
sem forrit fyrir NB Oslo 371 fol. en handritið var aldrei á Stangarlandi held-
ur í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn. Þess vegna gæti Ásgeir hafa
skrifað eftir því í fyrri eða síðari dvöl sinni í Kaupmannahöfn.24 Sennilega
hefur Ásgeir skrifað AM 66 4to upp eftir Don. Var. 137 4to, en ef til vill
eftir milliliðnum AM 308 4to, sem Árni skrifaði er hann fékk frumrit-
ið að láni 1688.25 Handritið hefur verið skrifað upp af sömu ástæðum og
Möðruvallabók eða Vatnshyrna. Eftir GkS 1005 fol. Flateyjarbók hefur
Ásgeir skrifað AM 1008 1 og 2 4to hjá Þormóði, sem hafði handritið að láni
á Stangarlandi.26 Einnig var GkS 2845 4to hjá Þormóði og eftir því hefur
Ásgeir skrifað AM 202 f fol.27 Niðurstöður Loth eru því að öll þessi hand-
rit sem Ásgeir skrifaði með kansellíbrotaskrift séu bein eða óbein eftirrit
skinnbóka.28 Vegna þess að flest þessara handrita eru á meðal þeirra elstu
sem Ásgeir skrifaði hjá Árna Magnússyni telur hún að kansellíbrotaskrift
hafi verið elsta skrift Ásgeirs og að hann hafi síðar lagt hana til hliðar til að
geta skrifað hraðar og þá notað kansellískrift í staðinn (Loth 1960b, 212).
Niðurstöður Loth eru þó vafasamar. Þórunn Blöndal (1992, 11–13)
bendir á að í AM 505 4to breytist rithönd Ásgeirs smám saman um miðbik
handritsins. Ásgeir Jónsson tekur við ritun handritsins á bl. 12r og skrifar
kansellíbrotaskrift til bl. 22v en í upphafi 4. línu koma fram einkenni kans-
ellískriftar, m og n með hvössu horni til hægri (sjá dæmi að framan), öðru-
vísi r og hátt-s. Einkennum kansellískriftar fer fjölgandi og nánast fullkom-
in breyting verður á bl. 27r, nema að hér og þar notar Ásgeir engilsaxneskt-f
sem hann notar annars aldrei í kansellískrift. Þessa breytingu á skrift þyrfti
að skoða betur en hér má geta þess að skriftarbreytingin er óháð breytingu
á forriti, eins og er í framannefndum dæmum frá Loth, þannig að efasemd-
ir vakna um tengslin milli kansellíbrotaskriftar og skinnbóka.
Áður hafa tengslin milli kansellíbrotaskriftar og skinnbóka verið dreg-
in í efa af Hubert Seelow sem telur að Ásgeir hafi notað þessa eða hina
rithöndina burtséð frá forriti. Seelow komst að þessari niðurstöðu vegna
24 Samkvæmt Má Jónssyni (2009, 285) var NB Oslo 371 fol. skrifað milli 1686 og 1688.
25 Már Jónsson telur líklegra að AM 66 4to sé eftirrit AM 308 4to, skrifað milli 1686 og 1688
(2009, 287).
26 Nánar tiltekið milli 1688 og 1689 samkvæmt Má Jónssyni (2009, 285, sbr. Guðvarð Má
Gunnlaugsson 2001, 109) og skrifað handa Árna Magnússyni.
27 Milli 1686 og 1688 samkvæmt Má Jónssyni (sbr. Hubert Seelow 1977, 559–60 og 1981,
54–59).
28 Nema e. t. v. Brandkrossa þáttr vegna þess að Loth fann ekki forrit hans (1960b, 212).
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR