Gripla - 20.12.2011, Page 244
GRIPLA244
þess að samkvæmt athugun hans er kansellíbrotaskrift ekki aðeins á bl.
176r–208r að Fóstbræðra sögu heldur víða í Thott 1768 4to. Þá skrift má
einnig finna í Hálfs sögu og Hálfsrekka, Grautar-Hallar þætti og Drop-
laugarsona sögu, þó aðeins í vísum sem eru skrifaðar samfellt. Þótt Seelow
þori ekki að fullyrða um aðrar sögur setur hann fram þá tilgátu að í Hálfs
sögu hafi Ásgeir aðeins notað kansellíbrotaskrift til að gera greinarmun á
vísum og lausamáli29 því hann telur alla söguna komna frá AM 202 f fol.
(1977, 559–60 og 1981, 54–59).30 Seelow telur þess vegna að a. m. k. í þrem-
ur tilvikum31 virðist ekki vera hægt að benda á tengsl milli kansellíbrota-
skriftar og skinnbóka og að athuga þurfi hve mörg handrit Ásgeir Jónsson
hefur skrifað eftir skinnbókum með kansellískrift. Niðurstöður hans eru
því þær að auðvelt væri að hugsa sér að áhrif frá Árna Magnússyni sé að
finna í þróun skriftar Ásgeirs. Samkvæmt þeirri niðurstöðu tilheyrir kans-
ellíbrotaskrift fyrstu árum Ásgeirs hjá Árna og sú staðreynd að AM 301,
303 4to og fyrri hluti í AM 1008 4to eru með þessari skrift virðist benda til
áhrifa Árna. Seelow telur einnig að AM 202 f fol. sýni að Ásgeir hafi þurft
að skrifa hægt með kansellískrift og þess vegna hafi hann ekki skrifað upp-
hafstafi.32 Afrit Hálfs sögu í Thott 1768 4to virðist einnig sýna að Ásgeiri
hafi fundist notkun kansellíbrotaskriftar óþægileg til hraðritunar og þess
vegna hafi hann aðeins notað hana í vísum. Hálfs saga í Thott 1768 4to
gæti þá verið fyrsta sagan sem Ásgeir skrifaði með kansellískrift og eftir
það hafi hann ekki skrifað neitt handrit með kansellíbrotaskrift (Hubert
Seelow 1977:663–64).
Þótt Seelow sé ekki sammála Loth um tengslin milli kansellíbrota-
skriftar og skinnbóka virðast þau bæði telja að Ásgeir hafi í upphafi ferils
síns sem skrifari notað kansellíbrotaskrift en síðar lagt hana til hliðar til
að skrifa hraðar og tekið upp kansellískrift í staðinn. Seelow telur Hálfs
sögu í Thott 1768 4to vera fyrsta dæmið með þeirri skrift en Stefán Karls-
29 En a. m. k. í Svarfdæla sögu í sama handriti eru vísur skrifaðar samfellt með sömu skrift og
óbundna málið. Erfitt er þó að segja til um hvort sagan sé skrifuð samtímis hinum vegna
þess að svo virðist sem Thott 1768 4to hafi verið sett saman úr uppskriftum frá mismunandi
tímabilum.
30 Og telur hann að sagan í AM 202 f fol. sé skrifuð upp eftir glötuðu forriti fremur en GkS
2845 4to (1977, 559–60 og 1981, 54–59).
31 Þ. e. Hálfs saga í Thott 1768 4to, AM 202 f fol. og Brandkrossa þáttr í JS 435 4to sem Loth
hefur ekki fundið forrit fyrir.
32 Í fleiri handritum frá 1686–88 sleppti Ásgeir reyndar upphafsstöfum, þó ekki alltaf, og
finnst mér líklegra að hann hafði gert það samkvæmt leiðbeiningum Árna.