Gripla - 20.12.2011, Síða 245
245
son (1983, XCIC–XCC) bendir á handrit frá 1686–88 sem skrifuð eru
eftir skinnbókum með kansellískrift, AM 401 4to eftir AM 399 4to og
AM 89 fol. eftir AM 45 fol. Samkvæmt því eru tengslin milli skinnbóka
og kansellískriftar hjá Ásgeiri afsönnuð en klárlega sýnt fram á að Ásgeir
Jónsson hafi notað hvort tveggja skriftarlagið á meðan hann var í þjónustu
Árna. Kansellíbrotaskrift er því ekki eldri skrift Ásgeirs og kansellískrift sú
yngri. Hugmynd Huberts Seelow um að Árni Magnússon hafi haft sérstök
áhrif á Ásgeiri virðist sennileg og má hugsa sér að Árni hafi gert ákveðnar
kröfur við ritun nokkurra handrita. Öll handrit með kansellískrift, nema
e. t. v. AM 303 4to,33 hafa verið skrifuð fyrir Árna eftir handritum sem
voru í einkaeigu yfirstéttarmanna, í háskólabókasafni eða í konungsbók-
hlöðu. „Í öllum tilvikum”, segir Guðvarður Már Gunnlaugsson, „er um að
ræða handrit sem Árni hlýtur að hafa gert sér litlar vonir um að eignast en
vildi eiga í góðum uppskriftum” (2001, 110).
Rétt er þó að kansellíbrotaskrift er í eðli sínu nokkuð hæg skrift. Ætla
má að Ásgeir hafi notað kansellíbrotaskrift þar sem hann vildi skrifa af
meiri nákvæmni en hraðari skrift eftir þeim bókum sem Árni Magnússon
átti sjálfur, eða þegar hann skrifaði fyrir Þormóð Torfason, sem var ekki
eins kröfuharður og Árni.34 Þegar listinn yfir handrit með kansellíbrota-
skrift er borinn saman við lista yfir öll handrit með hendi Ásgeirs virðist
sem hann hafi síðast notað kansellíbrotaskrift á árunum 1688 og 1689, þegar
Árni var hjá sagnaritaranum Þormóði, en öll síðari handrit hafi hann skrif-
að með kansellískrift.35 Hugsanlega varð Ásgeir betri skrifari með tíma
og æfingu (sbr. Jørgensen 2007, 242) og treysti sér þá sífellt betur til að
skrifa hratt og nákvæmt í senn. Af þeim sökum gæti hann síður hafa nennt
að skrifa kansellíbrotaskrift á seinni árum sínum hjá Þormóði, sérstaklega
þegar vinnuálagið á Stangarlandi gerði kröfur um meiri hraða.
AM 558 a 4to. Fyrstu tilraunir með nýja skrift?
Eins og fyrr er getið hefur ekkert handrit varðveist frá Íslandsárum Ásgeirs
Jónssonar og allir vitnisburðir um rithönd hans eru frá því eftir að hann
33 Sem Árni fékk frá ekkju Þormóðs (Kålund 1889–94:I, 542) og vegna þess er hugsanlegt að
Ásgeir hafi skrifað handritið fyrir sagnaritarann.
34 Sjá Finnur Jónsson (1902–03, IX–X), Jónas Kristjánsson (1972, 16–17) og Stefán Karlsson
(1970b ,298 og 1983, CII) um þetta efni.
35 Þess vegna má ætla að kverin fjögur í Lbs 1562 4to séu ekki yngri en frá 1689.
UM RITHENDUR ÁSGEIRS JÓNSSONAR