19. júní - 19.06.2015, Side 68
66 | 19. júní 2015
í kjölfarið, og svo önnur og svo önnur...
#konurtala.
Þessa reiði og þennan kraft er
ekki aðeins að finna á Vesturlöndum.
Ég fylgd ist til dæmis gapandi með þeim
óeirðum sem spruttu út í Indlandi í des
ember 2012 þegar ungri stúlku var hóp
nauðgað í Delhi, óeirðum sem dreifðust
út til nágrannalandanna, Nepal, Sri
Lanka, Pakistan og Bangladesh, og sem
hafa sprottið upp með reglulegu milli
bili síðan þá. Þessi lönd, sem seint verður
hægt að kalla kvenvæn, eru lönd þar
sem konur sem „dirfast“ að ganga um
stræti borga og bæja verða fyrir kyn
ferðislegri áreitni karlmanna, sem telja
að þegar kona yfirgefur heimili sitt og
vernd karlmannanna í fjölskyldunni þá
eigi hún það skilið að vera nauðgað.
Þetta eru lönd þar sem hundruðir millj
óna kvenna fæddust aldrei, því að þeim
var eytt í móðurkviði þar sem fjölskyldur
vilja aðeins syni og skömm er að því að
eignast dætur.
Þessi gífurlegu mótmæli komu eins
og skrattinn úr sauðarleggnum. Nauðg
anir eru algengar í Delhi og fæstar þeirra
eru tilkynntar til yfirvalda, og sjaldan er
dæmt í þeim sem tilkynntar eru. Frétta
flutningur af þeim, eins og hér á landi,
vekur litla eftirtekt og kveikir litla reiði í
brjóstum lesenda... þar til nú. Af hverju?
Ég vísa hér með í aftur spurningar
merkið sem virðist orðin þungamiðja
þessarar greinar.
Femínismi = eina
alvöru byltingin
Mig langar að ljúka þessari grein
með því að fjalla aðeins um bók sem
kom út árið 2013 eftir suðurafrískan
félagsfræðing, David Jacobson. Í bók
inni, sem ber titilinn Of Virgins and
Martyrs: Women and Sexuality in Global
Conflict, hefur Jacobson afskaplega
einfaldan boðskap fram að færa: kven
réttindabaráttan síðustu öldina hefur
valdið grundvallarbreytingum á sam
félagi mannanna, femínisminn hefur
raskað og ruglað samfélagsmynstri sem
er tugþúsund ára gamalt.
Alþjóðavæðing síðustu áratuga
D
ru
sl
u
g
an
g
an
2
01
4.
M
yn
d
: A
n
d
ri
M
ar
in
ó