19. júní - 19.06.2008, Qupperneq 8
6
Lars Einar kom hingað til lands
síðastliðið haust ásamt Lotte
Snickäre sem er annar höfundur
bókarinnar, Það er staður í
helvíti fyrir konur sem hjálpa
ekki hver annarri. Þau fluttu
fyrirlestra á ráðstefnu sem haldin
var á vegum Keilis. Lars skrifaði
játningabók sína þegar hann
gerði sér grein fyrir að dóttir hans
myndi þurfa að lifa og starfa í
því umhverfi sem hann hafði
átt þátt í að skapa. Hann gerði
sér grein fyrir að flestar konur
upplifa niðurlægingu í starfi
og einkalífi. En nægir að breyta
valdahlutföllum samfélagsins til
að hlutirnir breytist?
„Konur verða að koma í auknum
mæli inn í kerfið ef hlutirnir eiga
að breytast,“ segir Lars Einar í
viðtali við sænska blaðið Ameliu
árið 2005. „Karlmenn munu aldrei
standa upp og eftirláta þeim
sæti sín af fúsum og frjálsum
vilja.“
Konur eru hunsaðar í
viðskiptalífinu
Sú tilfinning kvenna að þær séu
útilokaðar, vanmetnar og jafnvel
fyrirlitnar er engin ímyndun. Það
er staðreynd að atvinnuumsóknir
kvenna hljóta síður náð fyrir
augum ráðamanna og það er
staðreynd að þær koma sjaldnast
til greina þegar yfirmannsstaða
losnar í fyrirtækinu. Kaup þeirra
er lægra en karlanna og það
er erfiðari róður fyrir þær að fá
kauphækkun og illa gengur að fá
þennan mismun leiðréttan.
Alltof oft heyrist það viðhorf
að konur verði sjálfar að breyta
þessu. Að þær verði að aðlaga
sig kröfum atvinnulífsins og
karla til að standa þeim jafnfætis.
Hegðun karlanna sé lærð og
konur eigi að geta tileinkað
sér framkomu þeirra. Þetta er
sú leið sem farin hefur verið á
undanförnum áratugum en
launamunurinn er enn milli
10-20%. Lars Einar telur að konur
geti sótt á með aðferðum karla
og hann bendir á að konur séu
svo mjúkar og góðar en mýktin
veki ekki virðingu.
Vissulega eru viðhorf sem þessi
skiljanleg en kannski hefur
gleymst að benda Lars Einari
á að varla var til kærleiksríkari
og mýkri manneskja en móðir
Teresa og hún ávann sér virðingu
alls heimsins sem náð hefur út
yfir gröf og dauða. Samtök móðir
Teresu veltu einnig hundruðum
milljóna árlega og nú starfa þau
á alþjóðavísu. Það má einnig
taka nærtækara dæmi og benda
á að sjónvarpskonurnar Barbara
Walters, Martha Stewart og
Oprah Winfrey gera allar út á
kvenlega mýkt og ljúfmennsku
og enginn myndi halda fram að
ekki væri næg virðing borin fyrir
þeim konum. Þær biðjast heldur
aldrei afsökunar á tilveru sinni og
viðhorfum. Fólk verður einnig að
taka mið af að hegðun kvenna
er líka lærð eins og karlanna og
ekki síður þeirra að tileinka sér
eitthvað af þeim eiginleikum
sem haldið hefur verið að konum
og þær mótaðar í. Sitt lítið af
hverju sé bara góður kokteill fyrir
hverja manneskju, óháð kyni.
Lánastofnanir andsnúnar
konum
En þessar konur starfa sjálfstætt
og á eigin forsendum. Þótt
þær hafi allar á einhverjum
tímapunkti haft karl að yfirmanni
reyndust persónuleikar þeirra of
sterkir til að páfi eða yfirmenn
sjónvarpsstöðva fengju haldið
þeim í skefjum. Getum við þá
ályktað sem svo að konum
gangi betur þegar þær starfa
á eigin forsendum og það sé
aðeins innan um karlmenn í
kynjablönduðum fyrirtækjum
sem þeim gengur illa? Nei, því
miður er það ekki svo. Konum
hefur gengið verr en körlum
að fóta sig í atvinnulífinu
en skýringanna á því virðist
óneitanlega vera að leita í
viðhorfum lánastofnana.
Konur fá síður lánafyrirgreiðslur
í tengslum við atvinnurekstur
sinn en karlar en þar sem
sveitarfélög eða opinberir aðilar
hafa komið inn í málin og styrkt
atvinnuframtak kvenna hefur
sýnt sig að kvennafyrirtæki eiga
alla möguleika á að blómstra.
Konur hafa tilhneigingu til
að fara hægar í sakirnar en
karlmenn og reisa sér ekki
hurðarás um öxl. Anita Roddick,
stofnandi Body Shop, er gott
dæmi um þetta en hún byrjaði
að blanda krem í bílskúrnum
heima hjá sér og vegna þeirrar
stefnu hennar að virða jörðina
og leyfa sögunni um tilurð
vörunnar að fylgja með fyrstu
dósunum óx fyrirtæki hennar og
dafnaði með undrahraða.
Anita byggði á kvenlegum
eiginleikum, þ.e. hún leitaði að
bestu fáanlegum hráefnum og
vann úr þeim af virðingu fyrir
lífinu og umhverfinu. Það sýndi
sig að konur svara slíku vel og
þær kunna að meta vellíðan sem
kemur án vondrar samvisku.
Atvinnu- og viðskiptalífið virðist
því ekki hafna kvenlegum
eiginleikum og kannski er
kominn tími til að snúa þessu
við og spyrja: Hvernig getur
atvinnulífið og þeir karlar sem
þar starfa lagað sig að kröfum
kvenna?
Draumurinn um indælan
mann
Að baki hvers framagjarns
karls stendur góð kona. Þessi
fleygu orð áttu vel við á fyrstu
áratugum þessarar aldar en nú á
dögum háir það konum ekkert
síður á framabrautinni en viðhorf
yfirmanna að karlarnir þeirra
styðja ekki við bakið á þeim.
Þeir taka ekki fulla ábyrgð á
heimilisstörfunum og þeir sinna
börnunum í mun minni mæli en
þær. Þessu hefur okkur heldur
ekki tekist að breyta fremur en
að eyða launamuninum.
Er það kannski til of mikils mælst
að karlmenn kjósi að sinna
konunum sínum af umhyggju
og alúð? Er það kannski hluti
af því að karlar eru og verða
strákar að þeir kjósa frekar að
hlúa að eigin starfsferli en að
byggja trausta undirstöðu undir
frama konunnar og tryggja
þannig afkomu heimilisins?
Skyldi það vera náttúrulögmál
að karlmenn séu tilfinningakaldir
Lars Einar Engström er höfundur bókarinnar En sexists
bekännelser eða Játningar karlrembu. Lars Einar var
yfirmaður í sænsku viðskiptalífi og var árum saman í
þeirri stöðu að ákveða hver fengi stöðuhækkun. Í bókinni
viðurkennir hann að hafa tekið umsóknir kvenna frá og hent
þeim í ruslakörfuna af þeirri ástæðu einni að um var að ræða
konur en ekki karla.
KONUR RAUNVERULEGA
VANMETNAR