19. júní


19. júní - 19.06.2008, Page 11

19. júní - 19.06.2008, Page 11
9 Hvaða ráð gefur Engström konum? Lars Engström telur að eftirfarandi hluti verði konur að læra af karlmönnum ef þær eiga að ná árangri úti á vinnumarkaði: Í atvinnuviðtalinu: Komdu snemma og vertu rösk. Mótmæltu ekki skoðunum viðmælandans heldur treystu á að allt verði í lagi bara ef þú færð starfið. Þú skalt ekki halda að karlarnir viti meira en þú. Taktu að minnsta kosti þá áhættu að þú vitir jafnmikið og þeir. Segðu frá því sem þú kannt og getur en teldu ekki upp það sem þú getur ekki. Talaðu aldrei niðrandi um sjálfa þig og vinnu þína í atvinnuviðtali. Í starfi: Vertu sýnileg og taktu frumkvæði.Ekki sækja kaffi. Þá lækkar þú í áliti í augum karlanna. Komdu þér í samband við læriföður sem getur kennt þér fljótar og betur málið sem gengur á vinnustaðnum og óskráðu reglurnar innan hans. Vertu ekki hrædd við að taka til máls.Komdu alltaf tímanlega helst fimm til tíu mínútum áður en þú átt að mæta og notaðu tímann til að skipuleggja þig í huganum. Hvað eiga konur alls ekki að láta sér lynda? Kynferðislega áreitni. Að þær gleymist þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Að gripið sé fram í fyrir þeim. Að karlmennirnir hlusti ekki á þær. Þær eiga að segja: „Nú, hlustar þú ekki á mig. Ég krefst þess að þú gerir það.“

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.